28.4.2021 | 10:23
Innflutt láglaunastefna frá Kópavogi.
Nýir starfsmenn Öldrunarheimila Akureyrar fara á aðra kjarasamninga en þeir sem þegar starfa þar. Þetta segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri í viðtali á N4.
Það vantaði um 400 milljónir að endar næðu saman á síðasta ári í rekstri öldunarheimila á Akureyri. Ljóst er að Heilsuvernd hefur ekki samið við Sjúkratryggingar um að þeir tækju á sig þær byrðar. Samningurinn hefur ekki verið opinberaður.
Bæjarstjórinn á Akureyri gerir ráð fyrir því ef skilja má orð hennar rétt að reiknað sé með að breytt launastefna og aðrir kjarasamningar redduðu þessum hallarekstri. Fyrirtækið mætir með aðra og lélegri kjarasamninga til leiks á Akureyri. Síðan er nýjum starfsmönnum framtíðarinnar ætlað að vinna á lægri launum við sömu störf. Hreinræktuð einkavæðing á kostnað launafólks.
Starfsfólk öldrunarheimilanna mun því greiða þennan hallarekstur með lægri launum og verri starfskjörum.
Hvernig mun ganga að ráða inn starfsfólk á lakari kjörum á eftir að koma í ljós.
Því miður varð Akureyrarbær að skila þessum rekstri enda gríðarlegur halli á honum síðustu ár. Ríkið velti skyldum sínum yfir á sveitarfélögin eins og því er einu lagið.
Það var slæmur kostur að þurfa að skila þessum rekstri, auðvitað notaði ríkisstjórn tækifærið og fór inn í eina stærstu einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu frá upphafi.
Það er sérstaklega áhugavert að það gerist á vakt VG í Heilbrigðis og Forsætisráðuneytinu.
Mikil er ábyrgð KJ sem stjórnar þessum fyrrum félagshyggju og vinstri flokki sem nú rekur stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki.
Af heimasíðu BSRB.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.