21.4.2021 | 12:18
Einkavæðing í boði Vinstri grænna.
( vikublaðið )
Ekki laust við að ég sé undrandi þessa dagana. Eftir margra ára hallarekstur skilaði Akureyrarbær rekstri dvalarheimila í bænum til Sjúkratrygginga. Ekki var nokkur skynsemi í að láta útsvarsgreiðendur á Akureyri borga mörg hundruð milljónir fyrir ríkið sem hefur ekki staðið við sinna hluta í kostnaði.
Nú hafa Sjúkratrygginar samið um einkavæðingu dvalarheimila á Akureyri við einkafyrirtækið Heilsuvernd sem væntalega er hagnaðardrifið því varla eiga þeir varasjóði til að greiða með þessum rekstri eins og skattgreiðendur á Akureyri hafa gert árum saman. Hvernig það hefur verið leyst veit enginn því ekki hafa þessir samningar verið birtir almenningi.
Það sem hefur því gerst er að á vakt Vinstri grænna hefur farið fram ein mesta einkavæðing í sögu heilbrigðismála á Íslandi.
Hvernig ætlar Heilsuvernd síða að ná jafnvægi í rekstri, varla hafa Sjúkratryggingar greitt þeim hærra fyrir þennan rekstur en sveitarfélögum almennt, en allir vita að sá rekstur er í miklum vanda um allt land.
Það er því varla önnur leið sjáanleg en þurfi að lækka kostnað, og hvernig gera fyrirtæki það ? Þau fækka starfsmönnum, lækka kaup og spara í þjónustu almennt.
Það verður því fróðlegt að fylgjast með þessu máli á næstunni, einkafyrirtæki hlýtur að bregðast við með sýnilegum hætti fljótt og örugglega, varla tjaldar það lengi hallareksti um tugi milljóna á mánuði mjög lengi.
Eðlilegast er að Sjúkratryggingar birti samninginn.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.