Svikulir fjármálaráðherrar síðustu ára.

„Það er rétt að við erum á eft­ir áætl­un­um sem hafa verið gerðar varðandi upp­bygg­ing­una,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í sam­tali við mbl.is spurður um stöðu fram­kvæmda við snjóflóðavarn­ir og gagn­rýni á að fjár­mun­ir sem inn­heimt­ir hafa verið á liðnum árum vegna mála­flokks­ins hafi ekki verið nýtt­ir til að sinna hon­um.

Stjórnmálmenn svíkja þjóð sína. Allir muna óveður í desember þar sem kom sannarlega í ljós að innviðir og öryggismál voru í ólestri. Stjórnmálamenn stukku til og viðurkenndu og lofuðu bót og betran. Líklega var það bara augnabliksviðbragð til að mæta gagnrýni og harkalegri umræðu. Flestir hafa enga trú á efndum og þrátt fyrir loforðaflaum fjármála og forsætisráðherra. Umræðan hætt og hægt að leggja sig á koddann að nýju.

Nú eru það snjóflóðin. Þá kemur í ljós að stjórnvöld hafa stolið því fé sem ætlað var í ofanflóðasjóð og áætlanir um öryggismál borgaranna á ís til áratuga. Enn á ný stökkva ráðmenn fram og auðvitað trúir enginn fjármálaráðherranum þegar hann fer að tala um að gera betur.

Áherslur á þeim bænum er að hygla vinum sínum með lækkun veiðigjalda og mæta því með að stela eyrnamerktu fé í það, td. framlögum í ofanflóðasjóð.

Því miður sitjum við uppi með svikula stjórnmálamenn sem forgangsraða fjármunum í eigin þágu og sinna en svíkur þjóðina um forgangsmál eins og öryggis borgaranna og uppbyggingu innviða.

Kominn tími til að skipta út og fá heiðarlega stjórnmálamenn í vinnu í stjórnarmeirihluta.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég stend ekki skil á skattinum til ríkissjóðs þá endar með því að ég verð settur í fangelsi vegna vanskila.ef hinsvegar ríkið eða fjármálaráðherra stendur ekki við að setja fjármuni í þá málaflokka sem eru tilgreindir í lögum þá sleppur hann við án ákæru,af hverju er ríkið mun rétthærra en einstaklingurinn.Fjármálaráðherra virðist ekki þurfa að standa við orð sín eða gjörðir,þó það geti kostað einhver mannslíf,þá er hann ætíð stikkfrí af ákvörðun sinni,er þetta réttlætið í lýðræðisríkinu,þetta þykir í lagi í einræðinu og í mútuþægnum ríkjum.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 16.1.2020 kl. 16:40

2 identicon

Þetta fé hefur ekki verið snertanlegt í neitt annað en ofanflóðavarnir. Þetta er allt til reiðu í sjóðnum en hvað hefur dvalið framkvæmdirnar er stóra spurningin.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2020 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband