Vondar hugmyndir fyrir Oddeyri og Akureyri.

677D27686121FC6C5C40F18A6EC2712A51D5A54F506E1961EF9484EFDD3138E7_713x0_jpgNýtt aðalskipulag tók gildi fyrir Akureyri fyrir skömmu. Jafnframt var unnið rammakipulag fyrir Oddeyri. Vinna við þetta tvennt tók nokkuð langan tíma en var unnin í mikilli sátt við bæjarbúa.

Oddeyringar hafa beðið lengi eftir að rýnt yrði til framtíðar á Eyrinni og þar mundi hefjast uppbygging og hverfinu gefið nýtt líf. Innbærinn hefur þegar gengið í gegnum þetta ferli og allir eru sammála því að þar hafi tekist vel til. Innbærinn var skipulagður og uppbygging og endurnýjun þar var með því fororði að andi og umhverfi hverfisins yrði varðveitt.

Allir trúðu því að nú væri komið að Oddeyri, auðum lóðum úthlutað og Kelduhvefið yrði skipulagt sem íbúða og uppbyggingarhverfi. Hæð húsa var skilgreind með anda og umhverfi hverfisins í huga.

En svo var friðurinn rofinn.

Stórtækur verktaki fær arkitekta í Reykjavík til að búa til fyrir sig hugmynd og bæjarapparatið stekkur til og lýsir sig tilbúið að rjúfa nýgerða sátt um nýtt skipulag. Ljóst að deilur um áform á þessu svæði gætu leitt til að ekkert gerist þarna næstu árin eins og Miðbænum. Skynsamlegast er að byggja upp í í sátt og samlyndi við íbúa og bæjarbúa alla eins og nýgert aðalskipulag gerði ráð fyrir. Efna til ófriðar lýsir hugsunarleysi og vanmats á viðbrögðum íbúa.

Óskiljanlegt.

Ljóst er að mjög margir hafa á þessu skoðun. Ég hef ekki heyrt í mörgum sem eru sáttir við þessar hugmyndir en þeir þó eru til, flestir ekki Eyrarpúkar.

En af hverju finnst mörgum þetta algjörlega ómögulegt og af hverju eru svona gríðarlega margir ósáttir?

Nokkur dæmi.

  • Tillögurnar eru algjörlega úr takti við anda hverfisins hvað varðar hæð húsa.
  • Hæð húsa er við að rjúfa hæðarmörk að og frá Akureyrarflugvelli.
  • Hæð húsanna eyðileggur að mestu uppbyggingarmöguleika á reitum austan og norðan við vegna skuggavarps og hæðar.
  • Þessi staðreynd setur uppbyggingarhugmyndir á reitum næst í uppnám.
  • Gránufélagshúsunum er sýnd fullkomin vanvirða.
  • Blekkingum er beitt með að setja inn myndir af stórum skemmtiferðaskipum til að draga úr áhrifum mynda.
  • Öðrum eigendum eigna á reitnum sýnt virðingarleysi með þessari framsetningu.
  • Ekkert hefur verið skoðað með umferðamál á Eyrinni í tengslum við þessa uppbyggingu.
  • Burðarþol lands hefur ekkert verið kannað en þekkt eru vandmál vegna Sigöldu sem er þarna næst.
  • Mengun frá skemmtiferðaskipum er mikil en ókönnuð rétt við húsin.
  • Mikil óánægja með þessi áform hjá íbúum og hana þarf að rannsaka með skoðanakönnun.

Fleira mætti telja til en ég læt þetta duga í bili. Ég trúi því að Hverfisnefnd Oddeyrar kalli til fundar þar sem íbúum verði gert kleyft að ræða málin.

Fundurinn í gær var kynningarfundur þar sem gestum var ekki ætlaður tími til skoðanaskipta enda gríðarlegur fjöldi sem mætti og 20 mínútur voru ætlaðar fyrir fyrirspurnir.. Þessi fundur var kynningarfundur fyrir verktakann.

Vonandi heldur þessi umræða áfram og skipulagyfirvöldum send skýr skilaboð.

11BFDF817F48F42879C093221AA3558D0B82B387612D0D09152EC640034938E5_713x0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég skil vel óánægju heimamanna. Þessi hús gætu kannski sómt sér vel á Miami, en þetta er algerlega úr öllum takti þarna á Oddeyrinni.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.10.2019 kl. 12:48

2 identicon

Ekki veit ég hvort það skiptir neinu máli í þessu samhengi en umræddur verktaki er alltaf sagður eiga meirihluta þessa svæðis, sem er rangt.

Af fjórum lóðum sem þarna standa á verktakinn eina lóð með öllu og fjórðungshlut í annarri.

Látið hefur verið að því liggja að vegna eignarhalds verktakans/þróunaraðila sé hann sá eini sem megi leggja fram tillögur að þróun svæðisins. Nú þekki ég ekki lög um skipulag en mér þætti forvitnilegt að vita hvort þetta stæðist.

Í það minnsta virðist engin forsenda fyrir því núna að aðrir þróunaraðilar fái ekki að setja fram hugmyndir um nýtingu þessa reits.

Eins virðist manni því miður bæjarfulltrúar lúffa fyrir verktakanum og gleypa hrátt allt sem kemur úr þeirri átt án þess að staðfesta í það minnsta eignarhald á reitnum.

Áhugasamur (IP-tala skráð) 23.10.2019 kl. 15:33

3 identicon

Sammála þér Jón Ingi.

Elías Þorsteinsson (IP-tala skráð) 23.10.2019 kl. 16:47

4 identicon

Sem gamall eyrarpúki þá finnst mér Þessar fyrirhugðu byggingar alls ekki eiga heima þarna ég ætla rétt að vona að þetta verði aldrei samþykkt.

Ágúst Karl (IP-tala skráð) 24.10.2019 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband