18.8.2018 | 17:51
Vinstri grænir hafa tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í öllum málum.
Á fáeinum mánuðum hafa Vinstri grænir tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í flestum málum og þeira eigin flokksþingssamþykktir látnar víkja.
Nú hafa þeir síðast tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins að láta flokksgæðinginn Hrein Loftsson hafa einkarétt á að stunda einkasportið sitt, að veiða stórhveli.
Það er stórfurðulegt að sjá VG taka upp hanskann fyrir hvalveiðar við Ísland. Auðvitað eru þeir bara að þóknast Sjálfstæðisflokknum sem vill að þeirra útvalinn flokksgæðingur sé til friðs og rólegur.
Ég var svolítið hissa að sjá forsætisráðherra mæta á fund Nató, það var næstum óhugnlegt að átta sig á hvert flokkurinn var kominn.
Við eigum von á ýmsu öðru frá VG næstu mánuði, nú er komið að því að gleypa stóru mál Sjálfstæðisflokksins og miðað við reynslu síðustu mánaða verður það ekki vandamál.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kristján Loftsson en ekki Hreinn Loftsson, sem er allt önnur Ella.
Lilja Rafney Magnúsdóttir er ekta Framsóknarkelling, enda þótt hún þykist vera vinstri græn.
Sífellt færri Íslendingar styðja hins vegar hvalveiðar og hrefnuveiðar hér við Ísland eru nú nánast engar.
Þorsteinn Briem, 18.8.2018 kl. 19:10
Stjórnmálaflokkurinn Vinstri grænir styður ekki aðild Íslands að NATO.
Hér á Íslandi er hins vegar þingræði og meirihluti Alþingis er fylgjandi aðild Íslands að NATO.
Og um helmingur Vinstri grænna styður aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt skoðanakönnunum.
Vinstri grænir geta að sjálfsögðu verið í ríkisstjórn þó Ísland sé í NATO, rétt eins og Alþýðubandalagið.
Vinstri grænir voru einnig í ríkisstjórn sem sótti um aðild Íslands að Evrópusambandinu og framfylgdi þannig vilja meirihluta Alþingis, enda er hér þingræði og alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, samkvæmt stjórnarskránni.
Þorsteinn Briem, 18.8.2018 kl. 19:43
Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.
Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar."
Þorsteinn Briem, 18.8.2018 kl. 19:45
11.6.2018:
Um þriðjungur Íslendinga hlynntur hvalveiðum hér við Ísland
Þorsteinn Briem, 18.8.2018 kl. 20:22
26.7.2018:
""Við reyndum við þetta í júní en hættum svo," segir Gunnar Bergmann Jónsson framkvæmdastjóri IP útgerðar sem gerir út bátinn Hrafnreyði KO á hrefnuveiðar. Sex hrefnur veiddust áður en veiðunum var hætt ..."
Einungis sex hrefnur veiddar hér í sumar
Þorsteinn Briem, 18.8.2018 kl. 20:43
Steini. Sífellt færri styðja hvalveiðar. Hvar er það á pappír? Síðast þegar ég vissi þá var mikill meirihluti landsmanna á því að veiða hval. Þú veist það vel að það er vænlegra að grisja hóflega en að sleppa því. Það gildir um allar dýrategundir sem eru nýttar til átu eða annara hluta.
Annars er umhugsunarefni þegar VG er farið að kvarta yfir yfirgangi Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfi.
Sindri Karl Sigurðsson, 19.8.2018 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.