Glerárgötunni verður að breyta.

Verstu gatnamótin á Akureyri liggja bæði yfir helstu umferðargötu bæjarins, Glerárgötu. Það eru annars vegar gatnamót Glerárgötu/Hörgárbrautar og Tryggvabrautar/Borgarbrautar og hins vegar Strandgötu og Glerárgötu. Undanfarin fimm ár hafa 20 hættulegustu gatnamót landsins öll verið á höfuðborgarsvæðinu en Samgöngustofa mælir það með tilliti til slysa með meiðslum. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Fyrir tæpum áratug var samin skýrsla m.a. um nauðsyn þess að taka Glerárgötuna í gegn með sýn á umferðaröryggi.

Oddeyri austan Glerárgötu uppbyggingu og undirbúning að deiliskipulagsgerð.

Þar var lögð áhersla á að taka götuna niður í tvær akreinar með tilliti til umferðaröryggis og uppbyggingu miðbæjar.

Það mundi gjörbreyta aðstæðum á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu.

Gatnamót Tryggvabrautar og Glerárgötu eru vandræðagatnamót og þar þyrfti að vera forgangsmál að færa Tryggvabrautina niður, í dag er hún breiðstræti með óljósum umferðastýringum.

Þegar er verið að vinna í lagfæringum á Glerárgötu við Gránufélagsgötu og víðar.

Þegar ég var formaður skipulagsnefndar á árunum fyrir 2010 var gott samkomulag um þessar breytingar við Strandgötu en síðar ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að vera á móti þeim hugmyndum. Líklega til að finna sér ásteytingsstein og gagnrýni, enda voru þeir í meirhluta þegar skýrslan frá 2010 var unnin en voru þá komnir í minnihluta.

Nú hefur sá málflutningur okkar af brýn nauðsyn væri á að breyta Glerárgötunni er staðfestur.

Komin á lista með hættulegustu götum landsins.

Vonandi verður þetta til þess að Sjálfstæðisflokkurinn láti af þvergirðingshætti sínum og taki afstöðu með hagsmuni bæjarbúa og öryggsmála að leiðarljósi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 819349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband