Ráðherrann plataði Vinstri græna.

Í Frétta­blað­inu í vik­unni kom fram að sam­kvæmt útreikn­ingum blaðs­ins fari 80 pró­sent lækk­un­ar­innar til stærri útgerða, þ.e. þeirra sem greiða meira en 30 millj­ónir króna á ári í veiði­gjöld. Þessar stóru útgerðir eru á sjötta tug tals­ins. Blaðið reikn­aði það einnig út að um helm­ingur fyr­ir­hug­aðra breyt­inga á veið­i­­­gjöldum hefði lent í vasa tíu stærstu útgerða lands­ins.

( Kjarninn )

Sjálfstæðisflokkurinn og K. Júl blekktu Vinstri græna.

Bláeygir trúðu fyrrum vinstri menn því eins og nýju neti að lækkun þessi ætti að lenda hjá þeim sem áttu bágt í greininni.

Auðvitað var það ekki þannig, ráðherra málaflokksins hugsar vel um sína enda tengdur inn í stórútgerðirnar í gegnum vinskap og hagsmuni.

Fyrrum stjórnarformaður Samherja er ekki Pétur eða Páll af götunni.

Spurning hvort hæfi ráðherrans sé í lagi ? Hann metur það sem svo greinilega.

Nú eru Sjálfstæðismenn arfafúlir út í VG að lippast niður og slá málinu á frest.

Úgerðarmennirnir voru búnir að fá loforð frá FLOKKNUM að búið væri að redda þeim nokkrum milljörðum til að greiða sér í arð.

Eftir situr sú staðreynd að illa stæðum útgerðum er ekki hjálpað því bróðurparturinn rennur til vina aðal í ráðuneytinu.

Subbuleg þessi pólitík stundum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband