Pólitískur dómgreindarbrestur formanns VG.

Grasrót Vinstri grænna er afar óánægð með forystu flokksins fyrir að hafa staðið að framlagningu frumvarps um breytingu á veiðigjöldum sem áttu að færa stórútgerðinni skattaafslátt. Síðustu sjö mánuðir hafa verið ansi erfiðir fyrir flokkinn og skilja margir flokksmenn hvorki upp né niður í vegferð hans undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.

( visir.is )

Vinstri og miðjuflokkar hafa í flestum tilfellum farið illa út úr samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Það gerist jafnvel þótt flokkurinn standi í lappirnar að einhverju leiti eða að hluta.

Nú eru Vinstri grænir að uppskera, og aðeins eftir sjö mánaða samstarf.

Reyndar hefur flokkurinn verið óvenju auðveldur í samstarfi og hægri flokkarnir tveir hafa haft þá í vasanum.

Umræður um lækkun veiðigjalda sýnir kjósendum flokkins hversu leiðitamur hann er í þessu samstarfi og í reynd voru þeir plataðir meðan Sjálfstæðismenn hlógu í kampinn.

Margir eru farnir að efast um pólitíska dómgreind formanns VG, ljóst að hún er eins og smjör í höndum gömlu freku karlana.

Ekki undarlegt þótt grasrótin sé farin að ókyrrast og varaformaðurinn sem settur var í þagnarbindindi eftir stjórnarmyndun í haust hefur tekið til máls á ný.

Ef ég þekki hann rétt líður honum bölvanlega með þessa stöðu.

Það sjá það allir að þetta stjórnarsamstarf stendur á brauðfótum, það er ekki langt í að grasrót VG taki völdin af forustunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 819818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband