Meirihlutinn heldur á Akureyri og hvað svo ?

7.6. loksins sumardagur 2015-2094Þá liggur niðurstaðan fyrir, dálítið önnur en þær tvær kannanir sýndu okkur nokkuð löngu fyrir kosningar.

Kosningar utan höfuðborgarsvæðisins eru lítið í fjölmiðlum, svolítið reknar í kyrrþey, áhuginn afar takmarkaður.

Framan af stefndi í að Sjálfstæðisflokkurinn næði fjórum mönnum og yrði sigurvegari hér í bæ.

Það breytist á lokasprettinum, það fjaraði greinilega undan stemmningunni á þeim bænum.

Sjálfstæðisflokkurinn náði naumlega að hanga á sínum þriðja manni, þriðji maður þeirra fyrstur út og þá fyrir þriðja mann L-lista. Vonbrigðin þar hljóta að vera mikil. Sjálfstæðisflokkurinn er sannarlega tapari kosninga á Akureyri 2018.

L-listinn hélt sínum með nýjum mannskap, góð staða fyrir þá, enda fengu þeir greinilega liðstyrk frá Viðreisn í baráttunni. Tap Sjálfstæðisflokksins má ef til vill rekja að hluta til þangað ásamt því að líklega hefur nokkuð farið á Miðflokkinn þaðan.

Samfylkingin heldur nú í fyrsta sinn í tæplega tuttugu ára sögu sinni hér í bæ stöðugleika á milli kosninga. Fylgið sveiflaðist mikið aldrei var á vísan að róa að halda góðu fylgi milli kosninga. Flokkurinn má vel við una heldur sínum tveimur mönnum þrátt fyrir fjögur ár í meirihluta. Flott og fagleg kosningabarátta og góð málefnastaða skilaði sér.

Framsóknarflokkurinn er sigurverari þessara kosninga, heldur sínu og vel það þrátt fyrir Miðflokkinn. Sannarlega glæsilegur árangur það.

Til hamingju Framsóknarmennn.

Miðflokkurinn datt inn með einn mann, en fengu örugglega minna fylgi en þeir vonuðust til. Þeir fengu lausa manninn eftir andlát BF.

Vinstri græn voru ekki að skora hér frekar en víðast hvar á landinu. Líklega er stjórnarþátttaka þeirra með íhaldsflokkunum að koma fram núna.

Meirihlutinn hélt. Því eigum við ekki að venjast hér í bæ.

Að mínu mati hljóta meirihlutaflokkar síðasta kjörtímabils að tala saman um framhald þess samstarfs sem hefur verið farsælt og árangursríkt.

Það kemur í ljós næstu daga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband