Akureyrarpólítk, hægri - vinstri.

 

 

Akureyri í júníbyrjun 2012 3-8877Það er áhugavert að skoða stjórnmálin á Akureyri. Þau hafa ekki verið með hefbundum hætti nokkuð lengi. Að vísu þessir hefðbundnu flokkar á landsvísu til hægri - miðju - vinstri og síða L-listinn, sem þeir sjálfir hafa skilgreint sem afl óháð flokkapólitík og sérstakt framboðs hins venjulega manns á Akureyri.

Það var sannarlega satt og rétt og allir muna þegar þetta sérkennilega stjórnmálaafl náði hreinum meirihluta á Akureyri.

Árið 2013 náði L-listinn tveimur mönnum og hefur verið í meirihluta á hér í bæ síðustu fjögur árin með Framsókn og Samfylkingunni.

En nú hefur orðið nokkuð afgerandi breyting í stjórnmálaflórunni á Akureyri.

Árið 2018 bjóða líklega fram fimm til sex flokkar á Akureyri.

Sjálfstæðisflokkurinn, hefðbundið íhaldsframboð, líklega með hefðbundna íhaldsnálgun og áherslur í skipulags og byggingamálum auk þess sem þeir munu væntanlega taka hefðbundna bílastæða og breiðstrætaumræðu.

Vinstri grænir, ekkert sérlega grænir, femíniskir og vonandi frjálslyndari en fyrr.

Samfylkingin, nýtt fólk í efstu sætum, tvær konur í efstu sætum, nýr frambjóðandi í þriðja sæti, væntanlega frjálslynt og framfarasinnað fólk eins og ég þekki þau.

L-listinn, áður lokal bæjarlisti með Akureysku yfirbragði, nú sambræðingur leyfanna af Bjartri framtíð að hluta, Viðreisn og fyrrum valdamanna í Sjálfstæðisflokknum. Breytingin er að nú eru sannarlega tveir afgerandi hægri íhaldsflokkar í framboði á Akureyri í fyrsta sinn.

Framsókn - gamla Framsókn, hófsamir frambjóðendur, eiginlega tæknikratískur flokkur sem vinnur ekki mikið með framtíðarsýn en traustir.

Miðflokkurinn - kannski. Miðflokkurinn er með aðalfund í næstu viku. Flestir bíða spenntir og horfa til þess að kannski hafi Sigmundi og félögum tekist að smala saman fólki á lista, t.d. gömlum bæjarfulltrúum Framsóknar. Það er algjörlega óljós stærð enn sem komið er og þá óvíst hvað mundu boða yrði af því. Reyndar fyrst og fremst framboð til að koma höggi á gömlu Framsókn sem mundi eflaust gleðja fyrrum formann flokksins mikið.

En allt eru þetta bara pælingar í kæruleysi á laugardagskvöldi, kannski allt bölvuð vitleysa cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband