7.4.2018 | 22:15
Akureyrarpólítk, hægri - vinstri.
Það er áhugavert að skoða stjórnmálin á Akureyri. Þau hafa ekki verið með hefbundum hætti nokkuð lengi. Að vísu þessir hefðbundnu flokkar á landsvísu til hægri - miðju - vinstri og síða L-listinn, sem þeir sjálfir hafa skilgreint sem afl óháð flokkapólitík og sérstakt framboðs hins venjulega manns á Akureyri.
Það var sannarlega satt og rétt og allir muna þegar þetta sérkennilega stjórnmálaafl náði hreinum meirihluta á Akureyri.
Árið 2013 náði L-listinn tveimur mönnum og hefur verið í meirihluta á hér í bæ síðustu fjögur árin með Framsókn og Samfylkingunni.
En nú hefur orðið nokkuð afgerandi breyting í stjórnmálaflórunni á Akureyri.
Árið 2018 bjóða líklega fram fimm til sex flokkar á Akureyri.
Sjálfstæðisflokkurinn, hefðbundið íhaldsframboð, líklega með hefðbundna íhaldsnálgun og áherslur í skipulags og byggingamálum auk þess sem þeir munu væntanlega taka hefðbundna bílastæða og breiðstrætaumræðu.
Vinstri grænir, ekkert sérlega grænir, femíniskir og vonandi frjálslyndari en fyrr.
Samfylkingin, nýtt fólk í efstu sætum, tvær konur í efstu sætum, nýr frambjóðandi í þriðja sæti, væntanlega frjálslynt og framfarasinnað fólk eins og ég þekki þau.
L-listinn, áður lokal bæjarlisti með Akureysku yfirbragði, nú sambræðingur leyfanna af Bjartri framtíð að hluta, Viðreisn og fyrrum valdamanna í Sjálfstæðisflokknum. Breytingin er að nú eru sannarlega tveir afgerandi hægri íhaldsflokkar í framboði á Akureyri í fyrsta sinn.
Framsókn - gamla Framsókn, hófsamir frambjóðendur, eiginlega tæknikratískur flokkur sem vinnur ekki mikið með framtíðarsýn en traustir.
Miðflokkurinn - kannski. Miðflokkurinn er með aðalfund í næstu viku. Flestir bíða spenntir og horfa til þess að kannski hafi Sigmundi og félögum tekist að smala saman fólki á lista, t.d. gömlum bæjarfulltrúum Framsóknar. Það er algjörlega óljós stærð enn sem komið er og þá óvíst hvað mundu boða yrði af því. Reyndar fyrst og fremst framboð til að koma höggi á gömlu Framsókn sem mundi eflaust gleðja fyrrum formann flokksins mikið.
En allt eru þetta bara pælingar í kæruleysi á laugardagskvöldi, kannski allt bölvuð vitleysa
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.