Vinstri grænir í úlfakreppu.

Fjöldi fólks safnaðist saman við húsnæði ríkissáttasemjara í dag til að sýna ljósmæðrum samstöðu. Þá eru tæplega fimmtán þúsund manns í stuðningshópi ljósmæðra á Facebook.

Fundi ljósmæðra með samninganefnd ríkisins lauk í dag án nokkurs árangurs.

Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ræður för og saminganefndin er undir járnhæl Bjarna Benediktssonar.

Mjög margir trúðu því að þessi hnútur yrði leystur og ljósmæður fengju leiðréttingu sinna mála.

Ástæða þessarar bjartsýni er að í forsætisráðuneytinu situr Katrín Jakobsdóttir og í heilbrigðisráðuneytinu Svandís Svavarsdóttir, tvær fyrrum skeleggar baráttukonur fyrir hinar vinnandi stéttir, ekki síðst kvennastéttir sem setið hafa eftir.

En þessar tvær Vinstri grænu báráttukonur hafa brugðist væntingum þeirra sem því trúðu, að þær hefðu áhrif.

Það halda sig til hlés og passa sig á að segja ekki eitt einasta orð.

Þær hafa hreinlega gufað upp að því er virðist.

Enda ráða þær og VG engu, hérna stjórnar Sjálfstæðisflokkurinn.

Sannarlega eru Vinstri grænir og sérstaklega þessir tveir ráðherra í úlfakreppu.

Væntingar til þeirra hafa beðið hið fullkomna skipbrot.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 8.11.2017:

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kolféll fyrir tíu dögum og nú á það sem sagt að vera hlutverk Vinstri grænna að endurreisa þá ríkisstjórn, sem Björt framtíð og Viðreisn stórtöpuðu á að taka þátt í og Vinstri grænir hefðu að sjálfsögðu einnig gert.

Og ekki kemur heldur á óvart að Hjölli Gutt þykist geta verið aftursætisbílstjóri í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn yrði langstærstur og stjórnaði því sem hann vildi stjórna eins og hann gerði í síðustu ríkisstjórn.

Þorsteinn Briem, 3.4.2018 kl. 22:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 26.11.2017:

Katrínar og Bjarna barn,

bráðum kemur undir,
æði kalt þó undir hjarn,
engar grænar grundir.

Undir verður alltaf hjarn,
ekkert kemur vorið,
engra það er óskabarn,
út það verður borið.

Þorsteinn Briem, 3.4.2018 kl. 22:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 26.11.2017:

Ansi Katrín er nú stutt,

ekkert grey þó skarnið,
helvítið hann Hjölli Gutt,
hann á bara barnið.

Þorsteinn Briem, 3.4.2018 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 818829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband