Kea kortið - er það að virka ?

2018 keakortiðAllir félagsmenn KEA geta fengið KEA kort sér að kostnaðarlausu. Hægt er að sækja um félagsaðild með því að fylla út umsókn og greiða félagsgjaldið sem er kr 500.- Athugið að umsóknin fellur niður ef félagsgjaldið er ekki greitt.

Kea-kortið er fríðindakort sem allir félagsmenn Kea geta fengið.

Þar liggur fyrir listi fyrirtækja sem gefa afslátt við framvísun kortsins.

Ég hef notað þetta kort en komst að því að mikill misbrestur er á að spurt sé um kortið. Alltaf er spurt um kortið sem dæmi í Nettó og Axelsbakaríi en þegar ég skannaði listann kom upp dágóður hópur fyrirtækja sem ég hef átt viðskipti við en ekkert um kortið spurt né að upplýsingar liggi fyrir um að á staðnum sé boðið upp á afslátt.

Það er auðvitað slakt og maður spyr sig, ber einhver ábyrgð á að þessi afsláttarkjör séu í boði ?

Ef til vill er það á ábyrgð hvers og eins að fylgjast með því og krefja fyrirtækin um afsláttinn þegar ljóst er að ekki eigi að láta viðskiptavininn vita.

Þegar listinn er skoðaður er víða glæsilegur afsláttur, mest 40% og oft 10 - 20% sem er góður afsláttur.

Svo eru aðrir staðir sem tekur ekki að draga upp kort, t.d. býður Netto 2% afslátt sem er óttalega nískulegt og skilar viðskiptavininum örfáum krónum.

En það er þetta með framkvæmdina, mjög mörg fyrirtæki sem eru á listanum og eru með skráð afsláttarkjör spyrja aldrei um kortið, spurning hvor það er lítið upplýst starfsfólk eða hreinlega viljandi ?

Þó vil ég ekki halda því fram en vildi gjarnan sem viðskiptavinur með KEA kort fá upplýsingar frá viðkomandi fyrirtæki þegar verslað er.

Einnig væri kjarabót ef fyrirtæki eins og Nettó byði betri afslátt en 2%

Og svo eru það öll hin sem eru ekki með í pakkanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Finnst þér þetta í raun og veru boðlegir viðskiptahættir?  Er neytendavitund þín ekki heilbrigðari en það, að láta aðra borga fyrir afsláttinn þinn?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.3.2018 kl. 22:31

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jóhannes, þú veist greinilega lítið um þetta, kynntu þér málið. 

Jón Ingi Cæsarsson, 29.3.2018 kl. 22:55

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég veit hvernig afsláttarkort virka Jón. Þetta KEA kort er varla neitt öðruvísi en öll þau ótal afsláttarkort sem hafa verið í boði fyrir valda viðskiptavini.  En af svarinu að dæma þá er neytendavitund þín á lágu plani. Hugsaðu þetta upp á nýtt og þá er aldrei að vita nema þú áttir þig á blekkingunni sem býr að baki öllum þessum gylliboðum. Við þurfum nefnilega enga afslætti.  Bara rétt verð!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.3.2018 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband