Meirihlutinn bætir við sig, Sjálfstæðisflokkurinn strand.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar er nærri óbreytt frá kosn­ing­un­um 2014, en þá vann hún mik­inn sig­ur. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur auk­ist lít­il­lega miðað við sömu kosn­ing­ar. At­hygli vek­ur mik­ill mun­ur á fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ann­ars veg­ar og Sjálf­stæðis­flokks­ins eft­ir hverf­um borg­ar­inn­ar. Í fimm stór­um borg­ar­hlut­um er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með meira fylgi en Sam­fylk­ing­in. Fylgið við Sjálf­stæðis­flokk­inn er mest í út­hverf­un­um en við Sam­fylk­ing­una í vest­ur­hluta borg­ar­inn­ar.

Áhugaverð könnun Félagsvísindastofnunar í Reykjavík.

Meirihlutinn heldur örugglega velli.

Samfylking með sama fylgi og í metkosningunum 2014.

Eyþór og Sjálfstæðisflokkurinn virðast ekki skora neitt, hanga rétt rúmlega á fylgi síðustu kosninga.

Framsókn hverfur, Miðflokkur og Viðreisn fá einn og tvo.

VG og Píratar, flokkar í núverandi meirihluta bæta við sig, Björt framtíð er horfin eins og allsstaðar enda munu þeir ekki bjóða fram.

Ef niðurstaðan yrði þessi væri ef til vill skynsamlegt að bjóða Viðreisn aðkomu að meirihluta þó þess þyrfti ekki tölulega.

Þær ályktanir sem má draga af þessum niðurstöðum að Eyþór Arnalds og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki að ná eyrum kjósenda, að mínu viti ekki undarlegt, málflutningur þeirra er þreyttur og gamaldags. Í þá umræðu skortir alla framtíðarsýn og fulltrúar þeirra hafa ekki skorað feitt í umræðum síðustu vikur.

Samfylkingin hefur mótað skýra og framsækna stefnu fyrir Reykjavík til framtíðar meðan Sjálfstæðisflokkurinn er fastur í ryki og holum.

Það er örugglega mikill pirringur í Valhöll og líklega verður neyðarráð flokksins kallað saman og leitað leiða til að koma höggi á meirihlutaflokkanna. Það mega þeir Sjálfstæðismenn eiga að þeir eru sérfræðingar í skítkasti eins og oft hefur sannast.

Vonandi láta meirihlutaflokkarnir ekki draga sig ofan í holu og rykumræðu Sjálfstæðisflokksins og halda áfram að kynna framsækna og metnaðarfulla stefnu fyrir höfuðborgina.


mbl.is Meirihlutinn heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Frammistaða Samfylkingarinnar í borgarstjórn hefur verið hræðileg, sérstaklega á síðasta kjörtímabili. En það er rétt hjá þér að andstæðingurinn virðist ekki hafa nægilega skýra og sterka framtíðarsýn sem höfðar til fólks. Þess vegna þora kjósendur ekki að veðja á hann, heldur vona, að nú sé komið að því að innistæða sé fyrir loforðum Dags, aldrei þessu vant.

Þó er athyglivert að Sjálfstæðismenn virðast stærstir í mörgum úthverfum. Það er líklega vegna þess að léleg frammistaða í umferðarmálum bitnar mest á þeim sem þar búa. En hinir, sem búa í miðbænum, verða ekki svo mikið varir við afleiðingarnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.3.2018 kl. 09:45

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki rétt að Samfylkingin sýndi 13 fulltrúa inni í síðustu könnun og nú eru þeir komnir niður í 8 eða 9. Fulltrúafjöldi sjálfstæðsmanna hefur ekki breyst á sama tíma. Er það það sem þú átt við með að segja að hann sé strand?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2018 kl. 10:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Reykvíkinga hafnar að sjálfsögðu öllu ruglinu og bullinu í Sjálfstæðisflokknum og aftaníossum flokksins. cool

Þorsteinn Briem, 29.3.2018 kl. 11:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu á að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut upp fyrir gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, þannig að Miklabrautin liggi undir Kringlumýrarbrautina og gatnamótin því mislæg.

Miklabraut í stokk - Myndband

19.2.2018:

"Að færa Miklubraut á milli Snorrabrautar og Kringlunnar í stokk tæki um þrjú ár," segir Árni Freyr Stefánsson verkfræðingur.

"Grafinn yrði skurður, um 32 metra breiður og 10 metra djúpur og í þessum skurði steyptur stokkur.

Þetta yrði 2 + 2 vegur, keyrt niður í og upp úr stokknum við Snorrabraut og til móts við Kringluna.

Og a
ðreinar og fráreinar yrðu við Kringlumýrarbraut," segir Árni Freyr."

Þorsteinn Briem, 29.3.2018 kl. 12:45

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 19.1.2018:

"Aldrei hefur verið úthlutað lóðum fyrir eins margar íbúðir í Reykjavík og á síðasta ári.

Alls var úthlutað lóðum fyrir 1.711 íbúðir, sem hittir svo skemmtilega á að er sama tala og heildarfjöldi íbúða á Seltjarnarnesi í árslok 2016.

Aðalfréttin er þó að af þessum 1.711 íbúðum munu 1.422 verða reistar af félögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.

Þetta eru stúdentar, félög aldraðra, verkalýðsfélög, búseturéttarfélög og margir fleiri.

Samstarf við félög sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni er einmitt lykilatriði í að gera húsnæðismarkaðinn heilbrigðari og er hryggjarstykkið í húsnæðisáætlun borgarinnar.

Hér er svo listi yfir úthlutanirnar."

Þorsteinn Briem, 29.3.2018 kl. 12:48

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 3.2.2018:

"Það var athyglisvert minnisblaðið sem byggingafulltrúi lét gera á dögunum og við lögðum fram í borgarráði í vikunni um þéttingu byggðar.

Í stuttu máli gerði hann greiningu og samanburð á byggingarhraða á þéttingarreitum annars vegar og óbyggðu landi hins vegar.

Greiningin leiddi í ljós að hraðar gengur að byggja á þéttingarreitum í Reykjavík.

Ástæðan er sú að oft eru stórir og öflugir verktakar að verki og vel gengur að fjármagna og selja íbúðarhúsnæði á þéttingarreitum sem hvetur til hraðari uppbyggingar.

Einkum var horft á byggingarhraða að fokheldi byggingar. Ef eingöngu var litið til uppbyggingar fjölbýlis var meðalbyggingartími að fokheldi á þéttingarsvæðum 1,6 ár en 1,7 ár á byggingarsvæðum í úthverfum.

Hér eru lögð til grundvallar 93 verkefni sem voru í gangi á umræddu tímabili.

Ef horft er á öll byggingarverkefnin sem voru til skoðunar, alls 157, bæði fjölbýli og sérbýli, er meðalbyggingartíminn um 1,7 ár í úthverfum en 1,5 á þéttingarreitum."

Þorsteinn Briem, 29.3.2018 kl. 13:04

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nei Jón Steinar...ekki bulla svona meirihlutinn var inni með 13 eins og núna en Samfylkingin mældist með 7 fulltrúa.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.3.2018 kl. 13:19

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég ætla rétt að vona að Píratar gangi óbundnir til þessara kosninga.  Samstarfið við VG og Samfylkinguna á þessu kjörtímabili hefur ekki skilað þeim þeirri athygli sem þeir njóta á landsvísu vegna málefnalegrar afstöðu í helstu málum. En nú taka við nýir fulltrúar Pírata í borginni og vonandi rétta þeir kúrsinn eftir  afar slaka frammistöðu Halldórs Auðar.

Ef þessi skoðanakönnun er rétt þá hafa Píratar örlög meirihlutasamstarfs í hendi sér.  Þeir gætu ráðið hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fær að stjórna á næstu 4 árin.  Það er virkilega nauðsyn að losna við alla þrásetana, eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerði!  Skil ekki í Degi að hafa ekki leyft öðrum að taka við.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.3.2018 kl. 14:58

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Meirihluti kemur og fer - samfylking ein hefur minna en þriðjung atkvæða skv. könnunum, og það er ekkert gefið með framhaldið, enda heita samstarfsflokkarnir sumir eitthvað annað í dag.

Kolbrún Hilmars, 29.3.2018 kl. 17:57

11 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hollt að gott að muna að þetta er könnun en lofar samt góðu.

Ljóst að þeir sem tóku þátt í téðri könnun hafa ekki mikla lyst á því fátæklega framboði af öðrum flokkum en þeim sem nú stýra okkar ágætu borg.

Einn flokkurinn talar um "partýhöld", annar um uppsagnir starfsmanna borgarinnar (þar eru slatti af atkvæðum) og að setja nýja hvítvoðunga í vinnuskúra. Næsti og sá nýjasti vill ekki Borgarlinu en ekki fleiri akreinar. 

Ljóst er að fari sem horfir, þá er Dagur að vinna stóran sigur, þá sagt með fyrirvara téðrar könnunar. 

Ei-Þór verður þá vandi á höndum en að sama skapi verður þá til einhvers að hlakka til, fari svo að leiðtogi Miðflokksins hér í borg komist í borgarstjórn, þá verður loks e-ð að gera hjá fjölmiðlamönnum eftir þá sirkussýningar. 

Núverandi flokkar halda ótrauðir áfram, mögulega fyrir atbeina Viðreisnar að stýra okkar góðu borg.

Munum bara; Ei-þór 26 maí nk.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.3.2018 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 818829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband