Gallup - minnsta fylgi VG frá 2016. Samfó mesta frá 2014.

2018 fylgiFylgi Vinstri grænna minnkar og fylgi Viðreisnar eykst samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Stuðningur við ríkisstjórnina minkar um 4 prósentustig. Fylgi Vinstri grænna minnkar um nær þrjú prósentustig og fylgi Viðreisnar eykst um nær tvö prósentustig. Ekki er mikil breyting á fylgi flokka.

Ný könnun Gallup er áhugaverð.

Fylgi flestra flokka er svipað nema VG það fellur verulega og mælist nú 13,9%

VG mældist með svipað fylgi um mitt ár 2016 en ekki minna síðan í mars 2016 eða fyrir sléttum tveimur árum.

Það er því farið að bíta samstarfið við íhaldsflokkana.

Samfylkingin mældist nú með 16,6% og er næst stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum sem rær á svipðum miðum með 24,5%

Samfylkingin mældist með svipað fylgi í nóvember 2017 og nú 16,7% en hefur ekki verið hærri síðan í desember 2014 þegar flokkurinn mældist með 20,3%.

Píratar bæta við sig og er nú að mælast með 12,5% og mælast trúlega hærri en VG í næstu könnun haldi þessi þróun áfram sem flest bendir til.

Framsóknarflokkarnir eru við 9% markið og Viðreisn nálgast þá.

Stjórnarflokkanir eru að mælast með samtals innan við helming fylgis, stjórnarandstaðan hefur tekið forustuna af stjórnarflokkunum.

Ríkisstjórnin er á öruggri niðurleið, hefur tapað 14% frá fyrstu mælingum eftir stofnun og er nú með 60% fylgi.

Það er ljóst að Vinstri grænir eiga í vanda. Flokkurinn er í reynd klofinn og órrói í grasrótinni.

Niðurstaða þessarar könnunar staðfestir fylgistap flokksins.

Vinstri grænir eru nú farnir að greiða afborganir af stjórnarsetunni með íhaldsflokkunum, fylgi fellur og líklegt að það muni halda áfram. Áhrif VG í þessu stjórnarsamstarfi eru örugglega minni en fylgismenn þeirra vonuðu.

Það kostar að fara í samstarf með Sjálfstæðisflokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband