28.3.2018 | 22:15
Gallup - minnsta fylgi VG frá 2016. Samfó mesta frá 2014.
Fylgi Vinstri grænna minnkar og fylgi Viðreisnar eykst samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Stuðningur við ríkisstjórnina minkar um 4 prósentustig. Fylgi Vinstri grænna minnkar um nær þrjú prósentustig og fylgi Viðreisnar eykst um nær tvö prósentustig. Ekki er mikil breyting á fylgi flokka.
Ný könnun Gallup er áhugaverð.
Fylgi flestra flokka er svipað nema VG það fellur verulega og mælist nú 13,9%
VG mældist með svipað fylgi um mitt ár 2016 en ekki minna síðan í mars 2016 eða fyrir sléttum tveimur árum.
Það er því farið að bíta samstarfið við íhaldsflokkana.
Samfylkingin mældist nú með 16,6% og er næst stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum sem rær á svipðum miðum með 24,5%
Samfylkingin mældist með svipað fylgi í nóvember 2017 og nú 16,7% en hefur ekki verið hærri síðan í desember 2014 þegar flokkurinn mældist með 20,3%.
Píratar bæta við sig og er nú að mælast með 12,5% og mælast trúlega hærri en VG í næstu könnun haldi þessi þróun áfram sem flest bendir til.
Framsóknarflokkarnir eru við 9% markið og Viðreisn nálgast þá.
Stjórnarflokkanir eru að mælast með samtals innan við helming fylgis, stjórnarandstaðan hefur tekið forustuna af stjórnarflokkunum.
Ríkisstjórnin er á öruggri niðurleið, hefur tapað 14% frá fyrstu mælingum eftir stofnun og er nú með 60% fylgi.
Það er ljóst að Vinstri grænir eiga í vanda. Flokkurinn er í reynd klofinn og órrói í grasrótinni.
Niðurstaða þessarar könnunar staðfestir fylgistap flokksins.
Vinstri grænir eru nú farnir að greiða afborganir af stjórnarsetunni með íhaldsflokkunum, fylgi fellur og líklegt að það muni halda áfram. Áhrif VG í þessu stjórnarsamstarfi eru örugglega minni en fylgismenn þeirra vonuðu.
Það kostar að fara í samstarf með Sjálfstæðisflokknum.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 819304
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.