Samfylkingin að jarða Sjálfstæðisflokk Eyþórs ?

9f08deecb8ee4e77d509c85890c6a3b4Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli samkvæmt nýrri könnun, sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið. Könnunin var gerð dagana 15. febrúar til 11. mars. Gengið verður til kosninga laugardaginn 26. maí og þá verður borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins fær meirihlutinn 13 borgarfulltrúa en minnihlutinn 10.

Samfylkingin er með mest fylgi í Reykjavík.

Fylgi hennar nálgast nú metfylgið frá því síðast.

Sjálfstæðisflokkurinn rís aðeins en þó er hann örugglega langt undir væntingum nýrra frambjóðenda. Framboðið er greinilega ekki að selja neitt og væntanlega eru Sjálfstæðismenn á taugum þessa dagana.

Framsókn hverfur af sjónarsviðinu ásamt Bjartri framtíð. Framsókn mælist með pilsnerfylgi.

Tveir smáflokkar slefa inn einum manni í þessari könnun Viðreisn og Miðflokkurinn og ljóst er að hinn málglaði oddviti Miðflokksins er ekki að verða borgarstjóri eins og hún taldi einboðið fyrir skömmu.

Píratar eru í góðum málum.

VG er með rúmlega 10% fylgi í þessari könnun.

Það er gríðarlegt fall frá könnun hjá sömu aðilum í sumar þar sem flokkurinn mældist með 20,8% fylgi.  Líklega er samstarfið við Framsókn og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn farið að bíta flokkinn í bakið. Helmingsfall á rúmlega hálfu ári hringir vafalaust bjöllum í nýja hægri flokknum.

En það eru spennandi tímar framundan í borginni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Svifryksmengunin var eins og himnasending fyrir Samfylkinguna á hárréttum tíma ofan í einkabílatrúboð Sjálfstæðismanna.  En það er langt í kosningar. Og samgöngur eru það sem brennur á fólki. Núverandi meirihluti hefur þrengt um of að einkabílnum og það á eftir að koma í bakið á þeim.

Reiðhjólastígarnir eru þegar sprungnir og anna engan veginn þeim fjölda sem hugsanlega eru að hugsa um að skipta yfir í rafreiðhjól núna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.3.2018 kl. 17:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Von að þú tíundir ekki tölur til að styðja þessa jarðarför þína. Það munar ekki nema 0.9% á sjálfstæðisflokki og samfylkingu, samkvæmt viðskiptablaðinu, svo þetta getur nú farið á hvorn veginn sem er. Tala nú ekki um að vinstriflokkar mælast oftast hærri í skoðanakönnunum en raunin verður. Mætti alveg eins segja að sjálftæðisflokkurinn sé við það að steypa samfylkingunni, enda eru þeir að vinna mikið á.

Þetta er væntanlega ágætur vitnisburður um málefnalegheit ykkar samfylkingarmanna og smásálarhatt.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2018 kl. 18:53

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sumir LANDRÁÐAFYLKINGARMENN virðast HALDA að það sé BÚIÐ að kjósa....... cool

Jóhann Elíasson, 15.3.2018 kl. 19:23

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn tekinn í rassgatið! cool

Þorsteinn Briem, 15.3.2018 kl. 23:04

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sjáum til hvaða rassgöt svíða, að loknum kosningum. 

Halldór Egill Guðnason, 16.3.2018 kl. 02:32

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Held að Sjallar hér í borg séu á góðri leið að tapa þessari baráttu sjálfir, án aðstoðar núverandi meirihluta.

Það að koma fram á sjónarsviðið með gatnaþrif og gáleysislegar hugmyndir um fjölgu akreina sé ekki að kveikja í kjósendum hér í borg.

Svo held ég að það séu allir að sjá í gegnum auman "Reykjarvikursáttmála" sem er plagg sem sett var fram á skelfilegan hátt og án talana.

Minnist orða forsvarsmanna Valhallavíkingana þar sem hart var lagt að VG-liðum að koma fram með fjármögnun með sínum tillögum. Það á greinilega alls ekki við hér.

Svo má liklega sjá að kjósendur hér í borg velji áframhald á núverandi meirihluta í stað stöðunar, kyrrstöðu, ógegnsæji og hagsmunagæslu líkt og má sjá gert af þeim flokki sem er stærstur í núverandi [vondri] ríkisstjórn.

Líklega velja kjósendur hér í borg skynsamlega þann 26 maí og kjósa áfram okkar ágætan Borgarstjóra.

Að lokum; Ei-þór í maí.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.3.2018 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband