Engeyjarumskiptingurinn.

BB og evranBjarni var líka skýr um afstöðu flokksins til Evrópusambandsins. Flokkurinn hafnaði þeirri hugmynd að taka upp aðra mynt og hafnaði þeirri hugmynd að Ísland ætti að ganga í ESB til að taka upp evruna. Hann sagði umhverfismál vera í forgangi, sett hefðu verið metnaðarfull markmið varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. „Við getum ekki setið með hendur í skauti þegar viðvörunarljósin blikka. Að meðaltali bráðnar ferkílómetri af Grænlandsjökli á dag.“

Bjarni Benediktsson fer á kostum.

Að hans mati eru þeir sem láta sér detta í hug að krónan sé framtíðargjaldmiðll barnalegir, allt að því asnar.

Það er því fróðlegt að skyggnast um öxl og kíkja á þá sem voru barnalegir, allt að því asnar fyrir nokkrum árum.

Tveir frammámenn Sjálfstæðisflokksins á þingi, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að þeir vilji að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að innganga í sambandið verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Svo mörg voru þau orð.

Í þjóðsögunum er tala um umskiptinga.

Hér virðist því sama fyrirbærið á ferð.

Barnalegir í dag, formaður Sjálfstæðisflokksins telur sig væntalega fullorðinn enda orðin nokkur ár síðan hann og flokksbróðir hans Illugi Gunnarsson voru harðir stuðningsmenn upptöku evru.

Hentimálflutningur eða umskiptingur.

Ekki gott að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hafa löngum verið talin heilindamerki að geta skipt um skoðun og taka tillit til breyttra aðstæðna. Hann hefur hlustað á vilja þjóðarinnar sem hefur án undantekninga staðið gegn evru og evrópusambandsinngöngu.

Það er annað með Samfylkinguna, sem aldrei getur hvarflað frá þráhyggju sinni og heldur enn sömu stefnu í þessum malum þvert ofan í vilja meirihluta þjóðarinnar. Það skal bara skellt við skollaeyrum og troða fólki þarna inn rétt eins og troða átti Icesave ofan í kokið á þjóðinni.

En endilega hafið sem hæst um þetta hugarefni. Þess meira því minna fylgi.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2018 kl. 22:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 16.3.2018 kl. 22:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 16.3.2018 kl. 22:19

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 16.3.2018 kl. 22:21

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 16.3.2018 kl. 22:21

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sé hér að einn státar sig af því að það sé hollt og gott að skipta um skoðun. Sem er í eðli sínu rétt. Hitt ber þó að geta að það er holur hljómur í þeim orðum, bæði hjá Jóni hér að ofan og BB og þá ekki í fyrsta skiptið. BB og hann Valhallargengi hefur oftar en 10 sinnum og oftar en 20 sinnum gagrýnt einstaka stjórnamálamenna og konur og þá heilu flokkana er úti það er farið, fyrir að skipta um skoðun á málefnum.

Gott að rifja upp árásir BB nú á formann Viðreisnar í máli dæmds Dómsmálaráðherra.

Ístöðleysi hafa þeir, þessir snillingar, kallað það.

En svo koma þessir sömu snillingar og kalla partýið sitt (sem fer óðum minnkandi, sem má sjá á minnkandi húsakynnum Landsfundar) "Ruggum bátnum".

Þá sama lið og vill engar breytingar á sjávarútvegkerfinu, engar breytingar á stjórnarskránnig, engar breytingar á kjörum aldraða og öryrkja, engar breytingar á ferðamálum og innheimtu gjalda vegna þess iðnaðar.

Sýnist sem svo að þetta lið og þá téður Jón séu einfaldlega að rugga sér í svefn sjálf.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.3.2018 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 818035

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband