Fallin stjarna Vinstri grænna.

Það hafa orðið vatnaskil. VG hefur misst forystuhlutverk meðal vinstri flokka og fært Samfylkingunni það. Sem virðist hlustar á Pírata og taka eftir framgöngu þeirra á Alþingi. Píratar eru öflugasta stjórnarandstaðan á Alþingi í áratugi.

( Miðjan )

Nokkuð sama hvar litast er um á samfélagsmiðlum, flestir telja að Vinstri grænir og formaður þeirra hafi stigið yfir línu og eigi þaðan ekki afturkvæmt.

Vinstri grænir voru " vinstri " flokkurinn á þingi og samviska þess að eigin mati og fleiri.

Formaður þeirra var vinsælasti og óumdeildasti þingmaðurinn.

Langflestir eru sammála um að þetta sé horfið og Vinstri grænir séu komnir í undarlega göngu með Sjálfstæðisflokknum.

Í reynd sé ferill þeirra sem vinstri flokks á enda runninn.

Augljósar eru deilur innan þingflokksins þar sem aðeins 9 þingmenn völdu að verja lögbrjótinn í dómsmálaráðuneytinu.

Tveir af þingmönnum flokksins auk ungliðahreyfingarinnar styðja ekki formann flokksins í eyðimerkurgöngunni með Sjálfstæðisflokknum.

Leiða má líkum að því að formaðurinn, hin óumdeilda Katrín Jakobsdóttir sé fallandi stjarna á stjórnmálahimninum.

Undirlægjuháttur og fylgispekt við Sjálfstæðisflokkinn hefur aldrei virkað vel hjá vinstri og miðjuflokkum.

Sorglegt fyrir flokk sem átti val, val um að taka þátt í að breyta stjórnmálum á Íslandi en valdi að ganga í björg Valhallar og kyssa á vönd Bjarna Benediktssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Þetta er ekkert nema harmagrátur og öfund í þér gaganvart VG, staðreyndin er að Samfylkingin samanstendur af gjörsamlega óstjórntæku liði svo hún er ekki valkostur fyrir nokkurn flokk til samstarfs nema ef vera skyldu Píratar sem eru af sama kaliberi.

Hrossabrestur, 7.3.2018 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband