Vinstra græna tilgangsleysið.

Einu sinni voru Vinstri grænir leiðandi afl í umræðu um siðferði og heiðarleika í stjórnmálum.

Oftast voru þeir háværastir þegar kom að því að gagnrýna sérgæsku og fyrirgreiðslu hægri flokkanna.

Gamla ljónið að norðan var þar fremstur í flokki og arftaki hans leiddi oft siðferðisumræðuna í þingsal.

Nú eru aðrir tímar.

Gamla ljónið situr múlbundið í mjúkum stól sem hægri öflin færðu honum fyrir þæglegheitin.

Formaðurinn sem áður leiddi siðgæðisumræðuna er nú kórstjóri varna fyrir dómsmálaráðherra og völd Sjálfstæðisflokksins.

Hefði einhver trúað þessu fyrir fimm árum ?

Fyrir einu ári ?

Fyrir hálfu ári ?

Og nú eru háværir stuðningsmenn innan VG sem fóru mikinn í vörnum fyrir þessari stjórnarmyndum farnir að efast.

Erfiðir tímar fyrir formanninn og kallinn í mjúka stólnum.

Spurning hvað grasrótin líður þeim hægri gæskuna lengi.

KJ hefur tekist að múlbinda varaformann sinn og hans skoðanabræður.

En hversu lengi ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband