18.1.2018 | 09:35
Oddeyrin, er hún óhreina barn bæjaryfirvalda ?
Ég gerði nokkar athugsemdir fyrir all nokkru og var þar að fjalla um tillögur varðandi Hvannavallareit og rammaskipulag Oddeyrar. Því miður hefur þessi vinna gengið allt of hægt og sérstaklega hvað varðar rammaskipulagið á Oddeyri. Vonandi klárast þetta einhvertíman og við förum að sjá endurnýjun og uppbyggingu á Oddeyri. Það er hreinlega lífnauðsyn fyrir hverfið sem hefur því miður verið að drabbast niður.
Götur eru illa farnar, gangstéttar úr sér gengnar og ljósastaurar víða gamlir og kolryðgaðir. Margt sem við sjáum ber metnaðarleysi bæjaryfirvalda sorglegt vitni.
Hér að neðan eru þær athugsemdir sem ég sendi inn fyrir þessa tvo þætti, Hvannavallareit sem hefur verið vandræðamál lengi og svo deiliskipulag Oddeyrar sem þá var í auglýsingu.
Hvannavallareitur.
Þennan reit á að byggja upp af metnaði og horfa til framtíðar. Þau drög sem nú liggja fyrir eru skammtímasjónarmið látin ráða og verið að hugsa um hagsmuni eins fyrirtækis. Heildarsýn og framtíðaruppbygging á Oddeyrinni víkja. Þó svo reynt sé að láta líta út fyrir að markmiðum aðalskipulags um íbúðafjölda og blandað svæði eru þau áform úr takti við þá hugmyndafræði sem lögð var til grundvallar í aðalskipulaginu frá 2006. Horft var til að uppbygging verslunar og þjónustu væru unnin í sameiginlegum fasa. Þess í stað eru þessir tveir þættir aðskildir og áform eru um að byggja upp verslunarskemmu er aðalatriði, en áformum um íbúðir vísað inn í óræða framtíð með því að færa þær í sérstakt hús sem mestar líkur eru til að það rísi aldrei. Þessi áform eru úr takti við aðalskipulag og því leyfi ég mér að hafna þeim og vísa til að uppbygging á þessum reit fari fram í anda gildandi aðalskipulags. Þ.e. uppbygging verslunar, þjónustu og íbúða verði í sama takti og samtímis.
Þetta er vont skipulag og þjónar í engu hagsmunum hverfisins og sveitarfélagsins.
Umferðamálin munu verða vandamál á þessu svæði og ljóst að hætta er á að umferð aukist mikið um íbúðargötur Oddeyrar, þ.e. Hvannavelli, Eyrarveg og Norðurgötu nema gripið verði til sérstakra ráðstafana til að koma í veg fyrir að það gerist. Legg til að horft verði til hugmynda sem Arkitektur.is vann á árunum fyrir 2010. Í þeim hugmyndum er verið að vinna hugmyndir sem sveitarfélagið hafði um skipulag á þessum reit og þar er alfarið hafnað þeirri skemmu-bílastæðahugmynd sem nú er verið að sýna bæjarbúum.
Oddeyri rammaskipulag.
Umferðarmál Hjalteyrargötu - Laufásgötu verður að leysa með öðrum hætti. Það er ekki hægt að hugsa um uppbyggingu íbúðahverfis neðan Hjalteyrargötu og að gatan haldi óbreyttu hlutverki sem tengibraut með 50 km hámarkshraða. Umferð um Hjalteyrargötu er gríðarlega mikil í dag og vandamálin þar eru mikil, gatnamót erfið og innkeyrsla á Hagkaupsplan og gatnamót Tryggvabrautar ein þau verstu í bænum. Hér þarf að taka ákveðna stefnu á að þessi gata verði með öðrum hætti en í dag, hugleiði bæjaryfirvöld frekari íbúðabyggð á Tanganum.
Taka þarf afgerandi afstöðu til starfsemi á hafnarsvæðum. Gámasvæði við Hjalteyrargötu er úr öllum takti við mannlíf á Eyrinni og það verður að fara annað. Rammaskipulagið þarf að hafa afgerandi afstöðu til þess hvað heimilt er á hafnarsvæðunum og það sé í sátt við nágranna í íbúðarhverfunum.
Tímasetja uppbyggingu - deiliskipulagsgerð innan hvers ramma fyrir sig og tryggja að rammaskipulagið verði ekki mappa í hillu. Forgangsraða úthlutun auðra lóða í íbúðahverfum og skilgreina í rammanum að heimilt sé að beita sérstökum úrræðum til að þær lóðir byggist.
Skipulag Glerárgötu verður að vera með í þessu rammaskipulagi sem einn stærsti áhrifavaldur á íbúðabyggð og mannlíf á ofanverðri Eyrinni.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.