Veikburða ríkisstjórn leggur af stað í leiðangur.

Jón Gunn­ars­son, sam­gönguráðherra sein­ustu rík­is­stjórn­ar, yf­ir­gaf Val­höll áður en þing­flokks­fundi flokks­ins, þar sem ráðherra­skip­an­in var til­kynnt, var lokið.

Það er veikburða ríkisstjórn sem er að leggja af stað í leiðangur.

Mjög margir veikleikar opinberast í upphafi, sem er ekki undarlegt í ljósi þess hvaða flokkar eiga í hlut.

Hjá Sjálfstæðisflokknum eru í það minnsta tveir sem eru í fýlu.

Jón Gunnarsson sem þykir hafa verið duglegur fær ekki ráðherra, þess í stað setur Bjarni hinn verklausa Kristján Þór enn einu sinni í forgang.

Páll Magnússon er í framhaldsfýlu, styður ekki ráðherralista formannsins.

Hjá VG eru þegar tveir af ellefu þingmönnum dottnir af skaftinu, styðja ekki þessa ríkisstjórn.

VG ögrar síðan íhaldsflokkunum með að gera einn erfiðasta andstæðing stefnu þeirrra í virkjana og raforkumálum að umhverfisráðherra.

Það mun örugglega fara í taugar margra Sjálfstæðis og Framsóknarmanna.

Það eru því aðeins 31 þingmaður sem styður þessa ríkisstjórn þó svo Jón hafi lýst öðru yfir, fýlan leynir sér ekki.

Eins og það hefur verið orðað, haltrandi ríkisstjórn sem er að leggja af stað í leiðangur.

Sagan segir að engin þriggja flokka ríkisstjórn hefur lifað heilt kjörtímabil.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur  mun örugglega ekki breyta því.


mbl.is Jón yfirgaf Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og það hafi ekki verið nógu mikið kjaftshögg að fá þessa ríkisstjórn, ríkisstjórn stöðnunar og aðgerðaleysis, að þá er Ásmundur Einar Daðason gerður að félags og velferðaráðherra....þvílíkur brandari. Þetta undirstrikar að áherslur verðandi ríkisstjórnar verða ekki á sviði félagslegra og velferða sviði....kemur kannski ekki á óvart. 

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818071

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband