29.11.2017 | 11:16
Umhverfismálin á Akureyri - við getum miklu betur.
Ég hef lengi barist fyrir betra umhverfi og betri umgengni í bænum okkar góða.
Sumt hefur gengið vel annað ekki. Hin síðari ár virðst sem hafi ríkt stöðnum bæði hvað varðar framkvæmdir og hugsun.
Það á við bæði um bæjaryfirvöld, kjörna fulltrúa og almenning að hluta.
Okkur tókst eftir langa mæðu að hætta að urða sorp á Glerárdal, okkur tókst að innleiða umhverfisvitund með staðardagskrárstarfinu fyrir margt löngu.
Glerárvirkjun núverandi bæjarfulltrúa er ljótur blettur á því ferli sem var rétt um það bil að fá farsælan endi með fólkvangi á Glerárdal. Það mál var stórskemmt vegna skammsýni bæjarstjórnar.
Aðalskipulagið 2006 var unnið með umhverfismálin á markvissan hátt.
Umhverfisnefndin reyndi eftir bestu getu að virkja bæjarbúa og fyrirtæki með sér í að gera bæinn betri og fallegri.
Það gekk bara nokkuð vel og margir tóku þátt í því starfi.
En hefur þessi þróun haldið áfram, eru bæjaryfirvöld að gera betur og bæta mannlíf og umhverfi á Akureyri ?
Staðardagskrárstarfið dó drottni sínum.
Því miður hefur eitthvað gerst sem hefur stöðvað þessa þróun, í reynd ríkir kyrrstaða í umhverfismálum á Akureyri.
Bæjarfulltrúar margir hverjir hafa takmarkaðan áhuga á að taka virkan þátt í uppbyggingu og móta framtíðarsýn í þessum málaflokki.
Stóri skandall var þegar bæjarstjórnin á Akureyri ákvað samhljóða að leggja niður sérstaka umhverfisnefnd og vista málaflokkinn inni í tæknimálum bygginga og fleira. Það versta sem hægt er að gera málaflokki sem þessum, hann á ekki heima í höndum tæknifræðinga og embættismanna.
Þessi mistök verður að leiðrétta og gera umhverfismálin sjálfstæð á ný og velja fólk í þann málaflokk sem hefur sýn til framtíðar. Umhverfismál er ekki exeltöflumál fyrir verkfræðinga og fleiri þannig með fullri virðingu fyrir þeim, þeirra svið er annað.
Við þurfum að girða okkur í brók, ef ekki á illa að fara, Akureyri er farin að láta á sjá vegna tómlætis í þessum málaflokki.
- Við verðum að ljúka skolphreinsistöðinni í Sandgerðisbót. Við höfum staðið okkur afar illa þegar horft er til þeirrar framkvæmdar.
- Auka umræðu um loftlagsmál og móta áætlun fyrir þann málaflokk.
- Við verðum að endurreisa umhverfisnefndina og skipa þar fólk sem er hugsjónafólk til starfa. Það verður að vinda ofan af stóra skandal meirihlutans og allra hinna strax á nýju kjörtímabili.
- Fara verður í að virkja bæjarbúa og auka umhverfisvitund. Ástand í mörgum hverfum er ekki boðlegt.
- Fara verður í sérstakt átak til að virkja fyrirtækin í bænum í umhverfismálum og taka fast á skussunum láti þeir sér ekki segjast.
- Auka verður fjármagn til málaflokksins og það má ekki viðgangast lengur að bæjarstjórn úthluti lúsarframlögum sem vart duga til að halda í núverandi ástand, sem er afleitt víða.
- Bæjarfulltrúar verða að kynna sér þennan málaflokk miklu betur og taka hann til umfjöllunar, áhugin í dag er því miður við frostmark.
Það styttist í bæjarstjórnarkosningar. Kannski verður aldrei boðinn fram flokkur græningja á Akureyri. En kannski er það sem þarf til að ýta við gömlu flokkunum sem hafa lítinn sem engan áhuga á að taka til hendinni í umhverfismálum.
Frekar á hinn veginn með sveltistefnu og leggja niður umhverfisnefndina. Mistök sem verður að leiðrétta ef eitthvað á að gerast í þessum málaflokki annnað halda í horfinu og varla það.
Kannski sjáum við nýtt framboð í vor, framboð sem verður ætlað að vekja athygli á málaflokknum, ekki veitir af eftir dapurlegt kjörtímabil fyrir umhverfismálin hjá núverandi bæjarfulltrúum og þeim tengdum.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 820306
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.