Leiðir VG Framsókn og Sjálfstæðisflokk til valda ?

Helstu spár nú snúa að því að Katrín Jakobsdóttir muni fá forsætisráðuneytið í sinn hlut, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fjármálaráðuneytið og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks muni fá atvinnuvegaráðuneytið.

(visir.is)

Mikið er nú spáð og spekúlerað.

VG - Framsókn - Sjálfstæðisflokkur er talinn vera líklegasti kosturinn.

Fínt fyrir Framsókn og Sjálfstæðisflokk.

Verra fyrir VG.

Það þarf mikið til að formaður VG geti sannfært grasrót flokksins að píslarganga með valdaflokkunum tveimur sé góður leikur.

Samstarf félagshyggjuflokka við auðvaldið í þessum gjörspilltu valdaflokkum hefur yfirleitt kostað miklar fórnir.

Fylgishrun og álitshnekki.

Varla eru VG - liðar búnir að fyrirgefa Framsókn sýndarleikinn í síðustu viku ?

Hvernig VG ætlar síðan að ná ásættanlegum samningi við flokka sem eru fyrst og fremst að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna.

Hef litla trú á að þetta gangi, Katrín fær ekki að taka svona skref þó hana og Steingrím langi.

Ef svo fer samt sem áður er ekki líklegt að VG sleppi óskaðað frá því kompaníi.

Eitt er dagljóst.

Kjósendur VG kusu flokkinn ekki til þess að hann leiddi til valda Framsókn og Sjálfstæðisflokk.

Það er það eina sem er fullvissa fyrir í umræðum dagsins.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Stefnir ekki allt í utanþingstjórn?  Hún yrði alla vega ekki verri kostur en kyrrstöðustjórn D B og VG.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.11.2017 kl. 15:25

2 Smámynd: Halldór Jónsson

"Samstarf félagshyggjuflokka við auðvaldið í þessum gjörspilltu valdaflokkum hefur yfirleitt kostað miklar fórnir.

Fylgishrun og álitshnekki.

Varla eru VG - liðar búnir að fyrirgefa Framsókn sýndarleikinn í síðustu viku ?

Hvernig VG ætlar síðan að ná ásættanlegum samningi við flokka sem eru fyrst og fremst að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna.

Hef litla trú á að þetta gangi, Katrín fær ekki að taka svona skref þó hana og Steingrím langi.

Ef svo fer samt sem áður er ekki líklegt að VG sleppi óskaðað frá því kompaníi.

Eitt er dagljóst.

Kjósendur VG kusu flokkinn ekki til þess að hann leiddi til valda Framsókn og Sjálfstæðisflokk.

Það er það eina sem er fullvissa fyrir í umræðum dagsins."

Svona tal er ættað úr kaldastríðinu. Alheimska öðru nafni.

Halldór Jónsson, 10.11.2017 kl. 21:29

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Blessaður komdu þér  inn í nútímann Jón minn.

Halldór Jónsson, 10.11.2017 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818082

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband