Framsókn er veiki hlekkurinn

 

Það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum.

Kom mér ekkert sérlega á óvart, bjóst frekar við að svo færi.

Veiki hlekkurinn í þessum viðræðum er Framsóknarflokkurinn undir forustu SIJ.

Framsóknarflokkurinn er sundraður flokkur þar sem helmingur hefur yfirgefið skútuna og siglir með fyrrum formanni.

Yfirlýsingar um að varaformaður flokksins væri í reynd með Miðflokknum voru áhugaverðar.

Í framhaldi af því lýsti Lilja varaformaður því yfir að ekki kæmi til greina að atkvæðagreiðslu um ESB viðræður. Sérlega óskynsamlegt á þeim tímapunkti.

Formaður Framsóknar lýsti því svo yfir að yfirlýsing varaformannsins væri ekki með sínum vilja.

Formaður og varaformaður Framsóknar eru milli steins og sleggju.

Helmingur flokksins farinn og hræðslan við að fleiri fari er yfirþyrmandi.

Þess vegna eru þau að reyna að bera kápuna á báðum öxlum en í reynd komast þau ekki langt í þessari stöðu.

Framsókn er því í reynd veikasti hlekkur þeirra fjögurra flokka sem reyndu stjórnarmyndun, þó svo þeir reyni að tala um nauman meirihluta og ótrúverðugleika Pírata.

Meint lykistaða Framsóknar er því míta sem stenst ekki, þeir eru sundraður flokkur þjakaður af innanmeinum þó reynt sé að breiða yfir þá staðreynd.

Miðflokkurinn bíður fleiri tækifæra við að ná fleirum frá Framsókn og það vita þeir formenn gömlu Framsóknar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

http://www.visir.is/g/2017171109071/framsokn-neitar-ad-greida-reikninga-fra-i-tid-sigmundar

Jón Ingi Cæsarsson, 7.11.2017 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband