15.10.2017 | 22:48
Hremmingar Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum.
Þingmenn flokksins hafa gerst sekir um raðmistök og ömurlegar uppákomur síðustu vikur og mánuði.
Það hveður svo rammt að þessu að flokkurinn er við það að leysast upp og traust milli þingmanna virðist lítið og stutt í deilur.
Hægt er að nefna nokkur atriði.
Formaðurinn BB er í endalausri vörn, spilling, Panamaleynd, vafasamar fjárfestingar, lítil viðing fyrir sannleikanum, rangar upplýsingar um boðsferðir og m.fl.
Varaformaðurinn-ritarinn reynslulaus og lítt upplýst.
Brynjar Níelsson er sérstakur kapítuli sem flestir taka lítið mark á.
Dómsmálaráðherrann Sigríður Andersen hefur átt hvern stórleikinn af öðrum, leyndarhyggja, mannfjandsamleg framkoma, hroki. Svo mætti lengi telja.
Ásmundur Friðriksson gælir við rasisma og sýnir flóttamönnum fjandskap.
Páll Magnússon afneitaði fjárlagafrumvarpinu daginn eftir stjórnarslit, " við ætluðum aldrei að samþykkja þetta". Rýtingsstunga í bak fjármálaráðherrans.
Flestir aðrir reyna að láta lítið á sér bera, svo lítið að enginn man að þeir eru í framboði.
Hætt er við að ef flokkurinn tapar fylgi eins og flest bendir til þá fækki konum í þingmannahópnum verulega.
Eftir muni sitja karllægur kerfisflokkur með þreytta og útúrnotaða þingmenn.
Sjálfstæðisflokkurinn er í vanda, hann hefur tapað trúverðugleika, kjósendum er í nöp við flokkinn og flestir flokkar hafa nánast lýst því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn sé síðasti kostur í stjórnarmyndunarviðræðum.
Auk þessa alls er flokkurinn að mælast með eitt minnsta fylgi í sögu sinni. Flokkurinn sem einu sinni var 40% + er nú að dingla í kringum 20%
Það verður mikil uppstokkun á þeim bænum á næsta landsfundi ef að líkum lætur.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að vera valkostur kjósenda 28. október næstkomandi.
Hann er ekki stjórntækur.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.