Grobbfundir og 400 milljarðar.

372 milljarða vantar í viðhald helstu innviða landsins, svo sem flugvalla, hafna, vega og fasteigna samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand innviða.

Stjórnmálamenn hafa grobbað af afgangi á fjárlögum síðustu árin.

Allir muna hvað BB fjármálaráðherra var stoltur af afgangi og síðast frændi hans í síðustu fjárlögum.

Mig minnir að það ættu að vera um 40 milljarðar sem afgangurinn átti að vera.

Á meðan eru grotnandi innviðir samfélagsins öllum ljósir nema stjórnmálamönnunum sem virðst hafa ótæmandi hæfileika að stinga höfðinu í sandinn.

Löggæsla, landhelgisgæsla, vegir, framhaldsskólar, eignir ríkisins og margt fleira.

Allt líður fyrir ónógt fjármagn og niðurskurð.

Það er nú upplýst að uppsöfnuð fjárþörf vegna grotnandi innviða erum næstum 400 milljarðar.

Þetta gerist á vakt Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins síðustu árin og aðgerðarleysi síðustu ríkisstjórnar er öllum ljós.

En að mæta á grobbfundi og stæra sig af afgangi síðustu tvö árin sýnir hið fullkomna ábyrgðarleysi.

Svona stjórnmálamenn verður að setja í langt frí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Grunar nú að í þessu mati kunni hagsmunir félagsmanna í verktakabransanum að spila eitthvað inn í. Að öðru leyti held ég að menn verði stundum að taka niður flokkshestablöðkurnar og átta sig t.d. á að fleiri en Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur láta innviði grotna niður. Til dæmis vonarstjarnan og átrúnaðargoðið Dagur. B. Eggertsson og Holu-Hjálmar vinur hans.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.10.2017 kl. 22:23

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Við gátum hækkað gengið á íslensku krónunni um ca. 15%,. Þá jukum við eignir þeirra sem áttu peninga.  Þetta var til að auka eyðslu og til að koma fyrirtækjum og Ríkinu í skuldir hjá bönkunum.

Það var stuðningur við þá ríku, þá sem áttu peninga.

Við gátum alveg eins búið til eyðslu með því að byrja vinnu við að breikka vegi, breikka brýrnar, grafa jarðgöng, og byggja upp innviði þjóðfélagsins.

Einnig mátti tryggja húsnæði og lágmarks lífeyri, fyrir þá efnaminni.

Munum að þegar við létum einkaaðila eiga innviði bæjarfélaganna og þeir einkaaðilarnir settu bæjarfélögin á hausinn.

Nú vilja fjárfestarnir aftur flá bæjarfélögin og Ríkið, þeir vilja lána til uppbyggingar innviðanna.

Nú þekkjum við allir að peningur er bókhald, og að við skrifum og eigum bókhaldið sjálfir.

Set hér nokkrar, fjórar slóðir.

000

Vonandi fer Menntakerfið að mennta þjóðina, í Ríkis, fjármála, bókhaldinu. Allt er gert til að skuldsetja fyrirtækin með hærra gengi krónunar, til að bankarnir geti skuldsett fyrirtækin, og þannig eignast þau,

 000

Það er reynt að koma í veg fyrir að við heyrum eða sjáum, til þeirra sem eru að segja okkur satt. Blaðamennirnir virðast vera í böndum hjá New World Order, ""Elítunni,""Deep State.

 000

“Miracle Of Russia” Throws American And European Elites Into Total Panic - Rússar eru að verða skuld lausir við heims banka klíkuna sem fer þá á hausin. Hátt gengi krónunar, þá skuldar Ísland meira og bankaeigendur brosa. Spilum á fíflin.Eru þingmenn og ríkistjórn að selja Arion banka, það er peningaprentunina á Íslandi, til þekktra, eru það svindlbankar? Auðvita vitum við allir, að banki sem hefur leyfi til að prenta, búa til krónur, er peningaprentunarvél fyrir eigandann.

 000

Þið hækkuðuð íslensku krónuna. Áður, 130 miljónir króna, ein miljón dollarar. Nú, 100 miljónir króna, ein miljón dollara. Þið hækkuðuð gengið á íslensku krónunni fyrir mig, ég græði 30 miljónir íslenskar krónur, við kaup á, einni miljón dollara.

 000

Egilsstaðir, 06.10.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 6.10.2017 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband