Þegar hlustað er á umræðuna í þjóðfélaginu fer ekki á milli mála hverju er verið að kalla eftir.
71% fagnaði stjórnarslitum Sjálfstæðisflokks, BF og Viðreisnar þannig að strax þar er augljóst að þeim flokkum hafa kjósendur hafnað. Að setja atkvæði sitt á þá er verið að höggva í sama knérunn og hafna breytingum.
Framsóknarflokkurinn logar stafnanna á milli og augljóst að hvorugur Framsóknarflokkurinn verður stjórntækur eftir þau víg, sama hvar þau enda. Framsóknarflokkurinn er því ekki valkostur fyrir þá sem vilja tryggja þjóðinni ríkisstjórn mannúðar og mildi. Framsóknar-samvinnuflokkarnir munu þurfa langan tíma til að sleikja sárin.
Flokkur fólksins er óljós stærð, poppulískur flokkur sem hefur gælt við rasisma og kynþáttahatur, sama hvað hver segir. Þarf ekki annað en skoða suma þá sem hafa komið sér fyrir í framlínunni þar. Þrátt fyrir fögur orð að sumu leiti er þessi flokkur algjörlega óskrifað blað og margt sem bendir til að innviðir séu veikur og margir lukkuriddarar þar innanborðs sem víða hafa komið við. Að mínu mati er þessi flokkur ekki valkostur fyrir þá sem vilja styrkja og mannúðlega stjórnarhætti, í það minnsta hefur það ekki sést ennþá.
Piratar eru hópur sem hefur talað við þjóðina með jákvæðum hætti, lagt áherslu á mál sem eru landi og þjóð til gagns, nýja stjórnarskrá, uppbyggingu heilbrigðiskerfis og sérlega annt um mannúðarmál. Píratar hefa því lagt inn fyrir jákvæðum viðhorfum til félagshyggjustjórar. Gallinn er að Piratar hafa næstum sagst ekki vilja axla slíka ábyrgð. Hvort það er þeirra ófrávíkjanlega skilyrði veit enginn enda ekki á það reynt í alvöru.
Samfylking og VG eru félagshyggjuflokkar. Samfylkingin alþjóðasinnaður jafnaðarmannaflokkur sem hefur nú skipt út allri sinni gömlu framlínu og býður fram nýtt og ferskt fólk með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Að reyna hengja gamlar syndir feðranna við nýtt framtíðarfólk er skammsýnt og óheiðarlegt.
Samfylkingin fór illa út úr síðust tvennum kosningum og sannarlega hefur komið í ljós á þessum fáu árum að sárlega skortir stöðugt og áreiðanlegt stjórnmálaafl á miðjuna. Alvöru og sterk félagshyggjustjórn verður ekki til nema Samfylkingin nái vopnum sínum og verði sterkt afl á ný. Þar er sú festa sem sárlega skortir síðustu árin.
VG er ekki frjálslyndur flokkur. VG er ekki alþjóðlega sinnaður flokkur og telst líklega íhaldsamur og gamaldags að mörgu leiti. Formaðurinn hefur sterka ímynd en hefur skort þor á ákveðni til að grípa forustuboltann. VG hefur hjartað á réttum stað og það slær til félagshyggju og mannúðar.
Líklegt er að enn og aftur gefist tækifæri að taka forustuboltann, og þá verður að grípa það tækifæri og láta það ekki renna hjá.
Þá tekur Sjálfstæðisflokkurinn þann bolta eins og oft áður.
Það má ekki gerast.
En svona vangaveltur eru sjálfu sér einskis virði, boltinn er í höndum kjósenda sem hafa það í hendi sér hvort landinu verði stjórnað af mannúð og mildi með félagshyggju og jafnaðarstefnu að leiðarljósi.
Eða ekki.
En þá verður líka að vanda valið í kjörklefanum.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Félagshyggja" er ekki mannúðleg, þvert á móti. Mest mannskemmandi stefna sem fundin hefur verið upp, segir sagan.
Samfylkingin eru svo gott sem Nazistar (de facto) og skv kosningavitanum sem var birtur seinast þá eru VG nazistar. (Þó reyndar séu ákveðnir vankantar á þeirri græju...) Svo já, þeir eru vissulega félagshyggjuflokkar. Og sjáðu hvað það gaf okkur. Vandræði.
Næstu kosningar fara svipað og þær síðustu. Fólk er bara þannig innréttað, og það verður reynt að púsla saman 3 flokka stjórn, með miklu vafstri og veseni og það verður öllum til ama.
Líkurnar á því að við fáum nazista eða eitthvað þaðan af verra eru góðar - svo þú getur tekið gleði þína.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.9.2017 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.