Eigingirni og frekja.

1 Mývatn 2012-1253Það heyrast víða áhyggjuraddir á Íslandi að ferðaþjónustan sé að breytast í ok sem ógni lífi almennings. Víðs vegar um Evrópu er helsta ferðafrétt sumarsins mótmæli gegn áþján ferðaþjónustunnar. Það er því víða verið að leita lausna til að njóta afraksturs ferðaþjónustunnar án þess að drukkna í flaumi ferðamanna. Ábyrgin liggur hjá yfirvöld sem þurfa þá skapandi hugsun.

Það er örugglega meira upp úr því að hafa að fá nokkra tugi þúsunda eða hundruð þúsunda í Mývatnssveit en mig.

Ég er sennilega eigingjarn og frekur þegar ég segi að ég sakna Mývatnssveitar eins og hún var.

Kom þar oft á ári, oftast á sumrin og oft var ég í tjaldi þar dögum saman sem barn og unglingur.

En heimsóknum mínum í Mývatnssveit hefur fækkað, stundum bara ein á sumri og þá keyri ég í gegn og sleppi því að fara í Dimmuborgir, ( þar hef ég ekki komið í meira en fimm ár )að Hverfjalli eða í Grjótagjá svo eitthvað sé nefnt.

Ástæðan er, mér líður eins og ég sé staddur á yfirfullri járnbrautastöð, þar sem varla verður þverfótað fyrir manngrúa.

Það er ekki Mývatnssveitin sem mig langar að heimsækja, njóta friðsældar og náttúru og koma heim endurnærður.

Það er ekki hægt í dag, ég næ ekki að slaka á og njóta þegar þarf að troðast i gegnum mannfjölda og leggja á stæðum þar sem fyrir eru 15 risarútur.

Ég er eigingjarn og frekur.

Mig langar aftur í gömlu fallegu og friðsælu Mývatnssveit.

En það verður víst ekki, þetta er ferðamannastaður fyrst og síðast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband