27.7.2017 | 13:03
Kotbýli við Akureyri - Lónsgerði.
Friðlýsta land Akureyrar hefur margt að geyma. Auðugt fuglalíf, minjar frá stríðárunum, bút af gamla þjóðveginum til Akureyrar frá því fyrir 1907, óraskaða tjörn og tóftir gamals kotbýlis o.m.fl.
Kotbýlið Lóngerði er norðarlega í landi Krossanesborga, þar eru vel sýnilegar tóftir kots og úthúsa auk heimreiðar og túngarðs.
Í Lónsgerði var fyrst búið 1879. Þá bjó þar ekkjan Björg Þorgeirsdóttir ættuð úr Svarfaðardal með þrjá syni sína. Maður hennar Jón Hálfdánarson var frá Ytra - Krossanesi.
Björg missti mann sinn í sjóinn eftir þriggja ára sambúð og virðist þá flytja í Lónsgerði fljótlega eftir það frá Syðra - Krossanesi.
Björg missti síðan þrjá syni sína í Draupnisslysinu mikla þegar Draupnir skip í eigu Gránufélagins fórst með átta mönnum í mikil skaðræðisveðri í byrjun maí 1897. Um það orti Matthías Jochumsson mikla og sterka drápu.
Um aldamótin virðist Lónsgerði vera í eyði en næsti ábúandi býr þar frá 1901 - 1905. Það var Tómas Jónsson frá Brakanda. 1905-6 er bærinn í eyði en 1906 kemur þar til ábúðar Þóroddur Símonarson frá N-Vindheimum. Hann er þar til 1910. Davíð Eggertsson frá Litla Hamri er þar síða í eitt ár.
1911 - 1913 er bærinn í eyði en næsti ábúandi er Páll Kjartansson frá Grjótgarði og á eftir honum koma þrír ábúendur, sem allir búa stutt.
1921 - 1926 er Lónsgerði í eyði þá kemur þar Páll Hallgrímsson frá Mið-Samtúni og er í eitt ár. 1927-8 er býlið í eyði en árið 1928 kemur þar síðasti ábúandinn S.Sófus Gunnarsson frá Ytri-Skjaldarvík.
Hann er þarna til 1931 og flytur þá burtu og haft er á orði að hann hafi kvartað sáran undan miklum reimleikum og því óbúandi á bænum.
Þar með lýkur stuttri og köflóttri sögu Lónsgerðis, kotbýli sem algeng voru á síðari hluta nítjándu aldar og fyrstu árum þeirrar tuttugustu.
Saga Lónsgerðis er að býlið er í eyði 11 - 12 ár af þeim tíma sem saga þess spannar, árin frá 1879 - 1931.
Til er lýsing húsakosts í Lónsgerði.
Baðstofa þiljuð að mestu í kring, óþiljuð að ofan.
Búrhús með frístandandi eldavél með og rörum í gegnum torfþak. Þiljað á parti með naglföstum bekk.
Eldhús með hlóðum.
Bæjardyr með framþili.
Geymslukofi
Hesthús.
Veggir úr grjóti og torfi.
Samtals er allt þetta virt á nákvæmlega 800 krónur.
Ekki vitum við hvernig var heim að líta að Lónsgerði meðan bærinn var í ábúð. Þetta var samt eitt af þessum agnarlitlu kotbýlum sem voru algeng á þessum tíma. Til er mynd sem er sögð af kotbýli sem sennilega er í Fjóskadal og hægt er að ímynda sér að Lónsgerði hafi litið svipað út og stærðin svipuð.
Þegar maður stendur og horfir yfir bæjarstæði Lónsgerðis er manni hulið hvernig hægt var að draga fram lífið á þessum stað. Nánast ekkert tún en vafalaust hægt að afla heyja með slætti í mýrunum. Ábúendur hafa örugglega sótt lífsbjörg annað eins og sjá má á sögu fyrstu ábúenda, allir sjómenn nema móðirin sem hélt heimili í Lónsgerði.
Heimildir.
Aðalbjörg Sigmarsdóttir Hérðasskjalasafninu.
Byggðir Eyjafjarðar IIb. bls.683.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.