Oft harðar deilur um umhverfismálin á Akureyri

Gamlar úr albúmi-6477Það er ekki nýtt að tekist sé um umhverfismálin á Akureyri. Í framhaldi af umræðum um óhreinan sjó og frárennslismál á höfuðborgarsvæðinu rifaðist upp fyrir mér ástandið sem var við fjörur Oddeyrar þegar ég var að alast þar upp á sjöunda áratug síðustu aldar.

Leiksvæði okkar barnanna var m.a. fjaran við Strandgötuna, frá Hafnarbakkanum alla leið niður á Tanga. Þá var þar sandfjara á löngum köflum, búið að fylla upp smábátadokkina sem var efst í krikanum á móts við Strandgötu 7.

Helsta einkenni þessa svæðis voru skolpræsi með stuttu millibili niður eftir allri Eyrinni.  Stórt ræsi var á móts við Lundargötuna, annað á móts við Norðurgötuna og svo áfram niðureftir.

Á sumrin var reynt að veiða silung við uppfyllinguna hjá Vörubílastöðinni Stefni, á háfjöru var gaman að ganga langt út eftir leirfjörunni sem kom þá uppúr og gamla flugplanið við Grundargötuna var dásamlegt svæði. Á háfjörunni voru ræsin á þurru og frá þeim runnu lækir eftir leirnum. Á flóði náði endinn á ræsunum rétt í sjóinn og þá var hægt að fikra sig út á enda og horfa á ýmskonar varning Eyrarpúkanna á leið til hafs. Enginn varð þó veikur þannig að hægt væri að rekja það til þessarar dásemdar.

Oft fékk maður dýfu þegar jaki gaf sig í jakahlaupinu að vetrarlagi. Vafalaust hefur maður sopið á meðan reynt var að krafla sig á þurrt.

Pollurinn var svo matarkista bæjarbúa, enginn fúlsaði við fiskinum þaðan ef hann fékst.

Á þriðja áratug sömu aldar voru uppi blaðadeilur um sama málefni. Þær voru stundum svolítið litaðar af flokkapólitík eins og gengur en ljóst að ástandið hefur angra marga á þessum árum, löngu fyrir meðvitaða umræðu um umhverfismál á sama hátt og í dag.

Kíkjum aðeins í Alþýðumanninn eftir 1930.

Margir bæjarbúar, sem ekki eru alveg kærulausir um útlit Akureyrar eru Erlingi Friðjónssyn þakklátir fyrir þá hreyfingu sem hann hefur reynt að vekja, til þess að fegraður yrði sá smánarblettur, sem " Fjaran " sunnan á Akureyri er fyrir bæinn. Auk þess arðvítuga óþefs, sem leggur að vitum þeirrra sem ganga Strandgötuna, er sóðabragur á öllu í " Fjörunni ", sem aðkomumenn standa oft undrandi yfir.

Hér skrifar Oddeyringur.

Aftur verður Oddeyringi nokkuð tíðrætt um það sem hann kallar íhaldsþefinn við Strandgötuna og krefst úrbóta.

Íslendingur lætur síðan ekki sitt eftir liggja og undir þá grein skrifar bæjarbúi.

Annars er nú Strandgatan sjálf, og fjaran meðfram henni orðin sú viðurstyggð, að vonandi er, að bærinn hefjist handa á þessu ári. Þá er óspart haldið á lofti, að Akureyrarbær geti engin peningalán fengið til neinna framkvæmda.

Sama sagan fyrir 80 árum og nú, ekki til neinir peningar til að sinna umhverfismálum og hreinlæti.  Það eru ófá lesendabréfin sem fjalla um ástand hreinlætismála á Akureyri fyrri hluta síðusu aldar. Þá virðist hafa verið pottur brotinn mjög víða, kannski var tíðandinn þá sáttari við svona stöðu mála en nú.

Auðvitað var ástandið við Oddeyrarstrendur ógeðslegt áratugum saman. Deilurnar um þessi mál voru háværar 1930, þær voru kannski ekki eins áberandi í blöðum á sjöunda áratugnum en nákvæmlega ekkert hafði lagast. Börnin á Oddeyri léku sér í sjó og fjörum sem voru gríðarlega mengaðar, svo mengaðar að kræklingur var löngu horfinn.

En svo hófust framkvæmdir, uppfyllingar voru gerðar, skolpinu var safnað í lagnir sem fluttu það norður í Krossanesvík. Þar átti svo á byggja langþráða hreinsistöð en því miður verður líklega enn bið á að svo verði.

Á meðan fer allt skolp frá Akureyri, óhreinsað í Eyjafjörðinn. Pollurinn er þó hreinni en hann var á æskuárum mínum en samt er ástandið þar óviðunandi á stundum þegar saurkóligerlar hafa mælst ofan viðmiðunarmarka.

Akureyringar deildu um sóðaskap og mengaðar strendur fyrir 80 árum.

Enn er staðan þannig að mengun blossar upp af og til þegar aðstæður eru óhagstæðar.

Mér finnst sannarlega kominn tími til að griða sig í brók og koma mengunarmálum til 21. aldarinnar.

1930 er löngu liðið.

 Skólpið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband