Formaður atvinnuveganefndar þarf að kynna sér lög og reglur.

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir að fallast ekki á kröfur sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga. Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að deiluaðilar verði að axla ábyrgð og semja um helgina, annars sé hætta á lagasetningu. Hugsanlegt er að boðað verði til fundar í deilunni í kvöld.

__________

Páll Magnússon formaður atvinnuveganefndar var í Kastljósi áðan.

Það var sláandi að heyra hvað formaðurinn var lítið upplýstur um skattalög og reglur um dagpeninga og hvað er fæðisfé og hverjir fá það.

Vitnaði ítrekað að ríkisstarfsmenn væru á öllu fríu allaf bara af því þeir væru á dagpeningum, virtist aldrei átta sig á muninum á þeim og fæðisfé.

Dagpeningar og fæðisfé er ekki sami hlutur og gilda ólík lög.

Mín stétt og margar aðrar fá greitt fæðisfé eins og sjómenn, af þeim er greiddur fullur skattur enda fæðisfé hluti af launagreiðslum.

Dagpeningar eru tilfallandi greiðslur vegna ferðalaga, einnig má framvísa reikningum fyrir slíkum ferðum.

Ef fæðisfé sjómanna verður gert skattfrjálst mun það speglast yfir á allar slíkar greiðslur í landinu og þær eru í flestum kjarasamningum.

Formaðurinn þarf að vita eina grundvallarreglu.

Fæðisfé er skattskylt samkvæmt skattalögum enda hluti af launagreiðslum. ( ekki bara hjá sjómönnum )

Dagpeningar eru ekki skattskyldir enda ætlað að mæta tilfallandi kostnaði á ferðalögum.

Vonandi verður þetta skýrara í huga formannsins eftir umræðuna þessa dagana.

En auðvitað væri það góð kjarabót fyrir alla launamenn að fæðisfé væri gert skattfrjálst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband