11.12.2016 | 08:41
Sjálfstæðisflokkurinn ekki klárað kjörtímabil í áratug.
_________________
Þegar maður les þessa grein veltir maður því fyrir sér hvort Sjálfstæðisflokkurinn líti aldrei í eigin barm og nálgist mistök sín af auðmýkt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki klárað heilt kjörtímabil frá því 2003 - 2007. Það er áratugur síðan flokknum hefur tekist það.
Þessi flokkur ber meginábyrgð á bankahruninu og það er kátbroslegt að fyrrum ráðherra skuli hafa þá sýn að ef hann hefði bara verið með einhverjum öðrum í ríkisstjórn 2008 þá hefði allt farið vel. Þvílík blinda og afneitun, en þetta er bara Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur ekki gert upp sín fortíðarmál.
En af hverju er tregða á því að fara í stjórn með þessum gamalgróna valdaflokki ?
Það þarf bara að skoða þá mannfjandsamlegu ríkisstjórnarstefnu sem fráfarandi ríkisstjórn rak og rekur enn eins og sjá má á fjárlagafrumvarpinu.
Síðasta ríkisstjórn hefur spilað flestar sameiginlegar stofnanir okkar í fjármálalegt þrot, skólar, Landhelgisgæsla, Vegagerð, sjúkrahús, svo mætti lengi telja.
Samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins blæða vanalega fyrir stamstarf við hann varðandi fylgi og eins og sjá má hrundi Framsóknarflokkurinn og mörg slík dæmi eru um útreið flokka sem stíga inn í björg Valhallar.
Gæti huganlega verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé verri kostur til samstarfs en þeir halda sjálfir ?
Það skyldi þó aldrei vera.
Katrín og Bjarni stjórni landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í nýliðnum alþingiskosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 29% athvæða frá fólkinu í landinu sem segir manni ýmislegt.
Samfylkingin fékk tæp 6% og það kemur skýrt fram að fólkið í landinu er búið að hafna flokknum miðað við þetta gríðarlega fylgistap í síðustu tveimur kosningum. Það er því beinlínis móðgun við fólkið í landinu ef Samfylkingin yrði í nýrri ríkisstjórn.
Það er lýðræði í landinu Jón og ég er alveg sammála Sturlu að farsælast í stöðunni sé að Bjarni og Katrín myndi stjórn og fái einhvert gott fólk með sér.
Fyrir utan þetta allt átti náttúrulega ekki að kjósa fyrr en í vor þegar kjörtímabilinu átti að ljúka.Það voru engin haldbær rök fyrir því að kjósa núna í haust.
Stefán Stefánsson, 11.12.2016 kl. 11:35
"eitthvert" gott fólk átti að standa
Stefán Stefánsson, 11.12.2016 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.