Formaður fjárlaganefndar með varaformanninn á asnaeyrunum ?

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar gagn­rýndu harðlega nýja skýrslu sem Vig­dís Hauks­dótt­ir, formaður og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, vara­formaður fjár­laga­nefnd­ar, kynntu í gær um einka­væðingu bank­anna hinna síðari. Þá voru skýrslu­höf­und­ar sakaðir um að mis­nota nefnd­ina í póli­tísk­um til­gangi. „Þetta er ekki skrípa­sa­koma“ sagði þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

_______________

Skýrslumál Vigdísar og Guðlaugs Þórs er orðinn fáránlegur farsi.

Þau boða blaðamenn á sinn fund og skrökva því að þau séu að kynna skýrslu meirihluta fjárlaganefndar.

Það hefur síðan komið í ljós að þessi svokallaða skýrsla er bara heimasmíðað og ósamþykkt plagg.

Hefur ekkert formlegt gildi, bara svona miðskólastíll Vigdísar.

En að Guðlaugur Þór reyndur stjórnmálamaður láti Vigdísi Hauksdóttur draga sig á asnaeyrum í þetta dýki er furðulegt.

Sennilega er hann farinn að átta sig á því.

En þessir þingmenn eiga væntalega von á áminningu frá þinginu, þeir sannarlega misnotuðu nafn fjárlaganefndar í perónulegu stríði við andstæðinga sína.

Slíkt er örugglega fordæmalaust í þeirri mynd sem nú blasir við í stóra Vigdísarskýrslumálinu.


mbl.is „Þetta er ekki skrípasamkoma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skítt með allt neam að þarna sést hvað Móri var villtur sem Fjármálaráðherra.

Kannski hann sé hinn eini sanni Skari Skrípó !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 17:50

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Væri ekki gagnlegra að ræða efnislegt innihald skýrslunnar frekar en að reyna að afvegaleiða þá umræðu með smjörklípum varðandi formsatriði?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.9.2016 kl. 18:16

3 identicon

Ég er sammála þér Guðmundur ræðum efnislegt innihald og byrjum á einkavæðingunni hinni fyrri sem alltaf er skautað yfir, eins og hún komi málinu ekkert við. Ég meira að segja sleppi því að fara á kjörstað ef allir stjórnmálamenn eru á öfugum enda í öllum málum. Og þetta er það mikilvægasta.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 18:52

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Úmræðan um "fyrri eða seinni" einkavæðingu er líka smjörklípa. Það þarf að rannsaka þær báðar og upplýsa um það sem úrskeiðis fór, í báðum tilvikum.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.9.2016 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband