Lögreglustjórinn í Eyjum styður Sjálfstæðisflokkinn opinberlega.

„Þarna er hún búin að taka af­stöðu með ein­hverj­um ákveðnum stjórn­mála­manni; hún sem á ekki að vera að taka póli­tísk­ar ákv­arðanir held­ur ákv­arðanir byggðar á fag­leg­um og laga­leg­um grund­velli,“ seg­ir Eva Marín. Al­menn­ing­ur eigi að geta treyst því að emb­ætt­is­menn séu hlut­laus­ir. „Að ég tali nú ekki um emb­ætt­is­menn inn­an lög­gæsl­unn­ar, þeir eiga að vera full­kom­lega hlut­laus­ir og fag­leg­ir og ákv­arðanir þeirra byggðar á þeim grund­velli.“

_________________

Er það virkilega þannig.

Sjálfstæðisflokkurinn á Vestmannaeyjar - kannski lögguna líka ?

Flokkurinn hefur þarna 75% fylgi meðan það er 20-25% á landsvísu.

Svolítið eins og þegar Alþýðubandalagið átti Neskaupstað með húð og hári.

Lögreglustjórinn er kominn á grátt svæði að mati fagmanna og trúverðugleiki lögreglunnar þar með minni en áður.

Það er t.d. flokkspólitísk lykt af því að vilja beita þöggun í tengslum við þjóðhátíð.

Þar eru bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins og lögreglustjórinn sammála.

Það er skoðun sem gengur þvert á skoðun fagaðila í þessum málum, og því verður að gera ráð fyrir að hún gangi út frá pólitískri sýn þessara embættismanna.

Sjálfstæðisflokkurinn átti Reykjavík með öllu hérna einu sinni, nú eru fáir staðir sem þannig er komið fyrir í dag, Vestmannaeyjar eru víst þar á meðal.

En stöðunum fækkar, lengi vel átti flokkurinn Reykjanesbæ með öllu en sennilega er það liðin tíð.

Slíkur er minnisvarðinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband