Seilst í vasa skattgreiðenda.

Uppnám ríkir um búvörusamningana sem skrifað var undir milli ríkis og bænda í vetur. Ekki er meirihluti um samningana í núverandi mynd á Alþingi en bændur segja að verði of miklar breytingar gerðar þurfi að semja upp á nýtt. Samkvæmt landbúnaðarráðherra er málið hinsvegar stormur í vatnsglasi, hann hefur fulla trú á því að eftir meðför atvinnuveganefndar muni sást ná um samninginn.

___________

Hvaða samningur er þetta eiginlega spyrja sumir.

Þetta er samningur sem hagsmunaaðilar í landbúnaði gera við Framsóknarflokkinn sem ætlast til þess að Sjálfstæðisflokkurinn kvitti fyrir með þeim.

Þetta er samningur um sjálftöku þessara hagsmunaaðila úr ríkissjóði á kostnað okkar skattgreiðenda.

Milljarðar undir.

Milljarðar sem væru betur komnir t.d. í heilbrigðiskerfinu.

Þetta er samningur sem á að gilda í þrjú kjörtímabil.

Þetta er samningur sem tryggir beingreiðslur úr ríkissjóði til valinna greina í landbúnaði.

Sumir þeir sem kvitta undir fyrir hönd bændasamtakanna eiga sjálfir persónulegra hagsmuna að gæta.

Nú æpa þessir sömu hagsmunaaðilar á torgum og krefjast þess að samningurinn sem Framsóknarflokkurinn gerði við þá standi.

6% Framsókn engist þó landbúnaðarráðherra sé borubrattur.

Það er svolítið falskur tónn í brattleikanum, Framsókn dinglar í þessu máli.

Þeir sem vit hafa á þessum málum hafa lýst því yfir að þetta sé 12 ára framlenging á óbreyttu landbúnaðarkerfi.

Kerfi sem flestir eru sammála um að sé úrelt og Ísland endalaust undir smásjá erlendra eftirlitsstofnana vegna EES samnings.

Alþingi á eftir að samþykkja þennan óskapnað.

Þar er ekki meirihluti, Sjálfstæðisflokkurinn þorir ekki að ögra kjósendum svona rétt fyrir kosningar.

Að mínu mati þarf að fara fram rannsókn á efnisinnhaldi þessara samninga og skoða hvort ekki sé búið að framlengja sjálfvirkan straum skattfjár í vasa bænda og ef til vill milliliða.

Alþingi getur ekki samþykkt þennan samning, fyrr en búið er að velta við öllum steinum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband