Framsókn - blind foringjadýrkun eða hræðsla ?

Ekki var bor­in fram til­laga um að flýta haust­fundi miðstjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks, á vor­fundi henn­ar sem hald­inn var á laug­ar­dag. Í 9. kafla laga Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir að haust­fund miðstjórn­ar þurfi til að boða til flokksþings.

___________

Sigmundur Davíð er mættur til leiks, borubrattur og fullur af gorgeir sem aldrei fyrr.

Þjóðins baulaði hann niður og hann hraktist úr embætti forsætisráðherra.

Hann var uppvís að ósannindum trekk í trekk og var að lokum afhjúpaður í viðtali í sjónvarpi.

Það var ekki innlend afhjúpun, það var alheimsafhjúpun sem vakti athygli um víða veröld

En Framsóknarmenn styðja sinn mann, sama hvað.

Hvað veldur veit maður ekki en þetta minnir mjög á ógnarstjórn Davíðs á Sjálfstæðisflokknum, enginn þorði að segja neitt.

Nú skjálfa Framsóknarmenn á beinunum og enginn þorir að benda keisaranum á klæðleysið nema kannski Akureyrar - Framsókn.

Flest bendir því til að leiðtogi og forsætisráðherraefni Framsóknar í næstu kosningum verði SDG, þrátt fyrir að hann hafi verið afhjúpaður sem aflandsmaður og lygari, en hvað með það, svona er þetta bara í flokkum sem búa við foringjaræði.


mbl.is Þyrftu að flýta haustfundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þingflokkur Framsóknar samanstendur að miklu leyti af einstaklingum sem voru til uppfyllingar á listum en datt aldrei í hug að þeir lentu á þingi. Fyrir slíkt fólk er það voða þægilegt að gera bara það sem þeim er sagt.

Óöryggi og vanmáttarkennd SDG brýst út i þörf fyrir að ráðskast með alla í kringum sig. Þannig uppfylla SDG og meirihluti þingflokksins þarfir hvors annars.

Fyrir utan fámennan sérhagsmunahóp styðja eingöngu kjánar Framsókn eins og staðan er núna. Þetta er fólk sem hugsar ekkert um stjórnmál og mundi annars styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Fyrir næstu kosningar er auðvitað væntanlegt enn eitt ónótstæðilega kosningaloforðið til stórskaða fyrir þjóðarbúið. Láta menn aftur blekkjast? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.6.2016 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband