Á sauðskinnskóm í Stjórnarráðinu.

Það er sérkennilegur tappi sem ræður ríkjum í Stjórnarráðinu síðustu ár.

Þar situr náungi sem á lögheimili á eyðibýli austur á landi og frá honum streyma allskonar hugmyndir sem flestir hafa að háði og spotti.

En það er full ástæða til að doka við þegar valdamenn fara í þennan gír.

Þeir hafa nefnilega völd til að framkvæma ýmislegt misgáfulegt því þannig virkar kerfið.

Að láta sér detta í hug að byggja hús eftir aldagamalli teikningu er kannski sniðug, en er hún praktísk og leysir hún það sem þarf að leysa, tæplega.

Þessi sami valdamaður hefur markvisst fært völd inn á eigið skrifborð, eykur miðstýringu og spillingu.

Að skyndifriða hafnargarð sem er ekki einu sinni gamall lýsir vel þessu undarlega ráðslagi, gert í hugsunarleysi og gæti kostað ríkissjóð tugi eða hundruð milljóna.   Slíkt er auðvitað óboðleg meðan skorið er niður í heilbrigðskerfi og stofnanir þjóðfélagins eru píndar við hungurmörk.

Þó náunginn í Stjórnarráðinu sé dálítið fyndinn og margir bara brosi út í annað þegar einhver furðuaðgerðin birtist þá er þetta í reynd alls ekki fyndið.

Það er dýrt og hættulegt að hafa valdamann sem framkvæmir út frá eigin hugsun og áhuga og lætur lönd og leið skynsemina.

Þjóðremba og þjóðerninshyggja er slæmt álegg.

Sem betur fer styttist í þessu tímabili og vonandi aldrei aftur gætu sumir sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Cameron var kominn í fjósastígvél í kvöldfréttunum, og skildi ekki neitt í neinu? Hann virðist líka vera að vaða í einhverju gruggugu og heimsveldis-einokunar-bankastýrðu? Og ætlar víst að vaða út úr sinni eigin heimsveldis-einokun?

En líklega segir stöð 2 bara frá því sem "má" segja frá?

Stöð 2 er kannski ekkert skárri en gömlu Gufunnar valds-stjóra-co samkrullsbanka/sjóðaræningjanna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.12.2015 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband