Vond stefna sökudólgur.

Það er vont ástand á Vestfjörðum og víðar. Eins og marg hefur komið fram í ræðu og riti eru þetta árhrif fiskveiðistjórnunarkerfisins, ruðningáhrif stóriðjustefnunnar og síðast og ekki síst staða krónunnar í alþjóðaviðskiptum. Þessu hafa stjórnvöld skellt skollaeyrum við og hamast sem aldrei fyrr með aukningu stóriðju, notað siði strútsins þegar krónan og staða hennar er rædd.

Margar fleiri sjávarbyggir eru í sömu stöðu og Flateyri þó svo aðstæður séu ögn mismunandi. Núverið hefur Bolungarvík verið í umræðunni og svo blasir við vandi á Siglufirði fljótlega ef ekki rofar til. Einhvernveginn hefur maður á tilfinningunni að fráfarandi stjórnvöld hafi alltaf vonað að lausnir þessa dyttu af himnum ofan og við hér í Norðausturkjördæmi þekkjum yfirreiðir Valgerðar Sverrisdóttir þegar hún var iðnaðarráðherra og spreðaði hugsanlegum iðnaðarlausnum eins og grasfræi þar sem hún átti leið um. En að ræða vanda krónunnar eða afleiðingar gengisstefnunnar, ég tala nú ekki um fiskveiðistjórnunarkerfið....nei það var ekki á dagskrá hjá þeim ágætu stjórnvöldum.

Það hefur aldrei þótt góð lækniskúnst að dæla lyfjum í sjúklinga til að verkjastilla. Það þykir sjálftsagt að sjúkdómsgreina sjúklinginn og ráðst síðan gegn meininu. Það læknar engan að gefa honum verkjastillandi og vona svo hið besta. Það var stefna fráfarandi stjórnvalda í atvinnu, utanríkis og landsbyggðarmálum.


mbl.is Jón Bjarnason óskar eftir fundi um um stöðuna á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er nú svo að ég hef efasemdir um að sú ríkisstjórn sem nú er verið að mynda muni taka á þessum vanda.  Samfylkingarfólk sem býr á landsbyggðinni verður að hugsa sinn gang hvort að það sé rétt að styðja flokk sem ekki tekur á því grundvallarmeini sem hrjáir landsbyggðina.

Sigurjón Þórðarson, 20.5.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svona er kvótabraskið notað til að grafa undan landsbyggðinni. Svo koma þessir herra menn í heimsókn í þessar sömu byggðir þar sem vonleysið um framtíðina er að ná yfirhöndinni. Þá er gefið í skyn að þessu megi öllu bjarga undir  yfirskyni stóriðju, álver eða olíuhreinsistöð. Sennilega verður álver seint jafnvel aldrei starfrækt á Vestfjörðum sökum þess hve þar er von um mikla rafmagnsframleiðslu fremur lítil. En ráðmenn veifa sjálfsagt olíuhreinsistöðinni framan í Vestfirðinga enda getur slík stassjón komist af með fremur lítið af rafmagni.

En mengun af olíhreinsistöðum getur orðið mjög mikil og er mjög áhættusöm.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 20.5.2007 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband