8.11.2015 | 10:33
Skammtímahugsun eða framtíðarsýn, það er málið
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vill eiga fund með Björk Guðmundsdóttir um íslenska náttúru en segir um leið að margt af því fram kom á blaðamannafundi hennar í gær sé einfaldlega rangt. Hún fagnar áhuga Bjarkar á íslenskri náttúru en segir misskilning gæta á því vinnulagi sem þingmenn hafa komist að samkomulagi um
____________________
Ísland er á tímamótum hvað varðar náttúru landsins og framtíð ósnortinna náttúrgæða.
Það hefur verið nokkuð stjórnlítil stefna stjórnvalda á Ísland að reka nýtarstefnu þar sem virkjað er í djöfulmóð, námuvinnsla nokkuð óheft og flestir hagsmunaaðilar hafa lítið sem ekkert spáð í verndun náttúru og náttúrugæða.
Nú um stundir erum við í miðjum átakapunkti. Nýtingarsinnar geta ekki farið sínu fram eins og þá langar og það er ekki lengur nýtingarhagsmunir sem stjórna ferðinni.
Þetta er erfitt fyrir þá sem hingað til hafa stjórnað og kveinka sér núna yfir að geta ekki gert allt sem þá langar á vandræða.
Rammáætlun átti að vera samkomulag kynslóðanna um nýtingu og verndun hvar og hvernig.
Það hefur verið erfitt fyrir hagsmunaaðila að kyngja þeirri áætlun eins og umræðan hefur sýnt glögglega.
Þessi misseri eru tímamót.
Hvar eigum við að láta staðar numið ? Það er sannarlega ekki mikið eftir af ósnortinni náttúru á Íslandi þegar horft er til heildarinnar.
Við eigum val þessi árin í ýmsum þáttum.
Viljum við fara með fullkomna hálendisvegi um lítt snortnar víðáttur hálendisins ?
Viljum við leggja háspennulínur um sjónmengunarlausar víðáttur landsins og klippa það niður í smá búta þar sem raflínur marka landamæri ?
Viljum við fórna náttúrugæðum á Íslandi fyrir rafmagn til Bretlandseyja og víðar ?
Viljum við róta um landi og virkja í hverjum dal og firði ?
Viljum við reisa 150 metra háar vindmyllur í öðrum hverjum firði og dal ?
Enn eru sumir stjórnmálamenn að tala um álver þó engin sé orkan og framtíð þeirra óljós.
Nú er stundin runnin upp.
Mun græðgisstefnan ráða og sýna að hugsun okkar hefur ekkert þróast frá því fyrstu virkjanir risu á Íslandi.
Eða höfum við áttað okkur á að ósnortin og óskemmd náttúrgæði eru líka verðmæti og peningar fyrir landið og landsmenn ?
Raddir gamaldags nýtingarsinna er áberandi og þeir hljóma nákvæmlega eins og forverar þeirra fyrir 50-80 árum
Sú hugsun er til staðar en átökin harðna vegna þess að hratt gengur á náttúrgæði landins og hver og ein framkvæmd er óafturkræf og breytir málum til framtíðar.
Höfum við leyfi til að skrifa óútfylltan víxil á börnin okkar og barnabörnin ?
Nú er stundinn að renna upp....
Hvert ætlum við með Ísland framtíðarinnar þegar horft er til umhverfis, fráveitu og loftslagsmála ?
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.