Siðlaus Framsókn

Þá er það komið, ríkisstjórnin heldur velli með eins manns meirihluta. Þá gerist það sem ég ræddi í bloggi hér rétt á undan að Framsóknarflokkurinn mundi stökkva á það að fara í ríkisstjórn hvað sem það kostaði og hvernig sem færi . Jón Sigurðsson nánast útilokaði það í upphafi kvölds en skipti síðan um málflutning þegar örlaði á von um að hann kæmist að kjötkötlunum. Það kemur mér ekki á óvart.

Svo ég vitni aðeins í sjálfan mig hér á undan. " Framsóknarflokkurinn er ólíkindatól og eini möguleikinn til að hann fari ekki í ríkisstjórn er að hann gjaldi slíkt afhroð að fylgið dugi ekki fyrir meirihlutastjórn. Flokkurinn hefur margsýnt það að hann stekkur á völdin alveg sama hvaða skilaboð kjósendur senda honum. Dæmi er Björn Ingi í Reykjavík sem sleikir völdin úr lófa Sjálfstæðisflokksins og líkar vel. Hvað var hann aftur með mikið ?? Rúmlega 6% var það ekki ? "

Þetta er nú staðan, sennilega reynir  meira á siðferðisvitund Sjálfstæðisflokksins en Framsóknar, sem er til í slaginn þó svo hann hafi verið rassskelltur með blautri brók í þessum kosningum. Hver man ekki þegar hann stökk í stjórn 1978 eftir afhroð sem þó voru smámunir miðað við þetta.

Ef að líkum lætur verður líf núverandi ríkisstjórnar endurnýjað ef siðleg gildi verða lögð til hliðar og mynduð rikisstjórn sem ríkir í skjóli Árna Johnsen og Péturs Blöndal.


mbl.is Geir: Úrslitin kalla ekki á snöggar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 818137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband