Af hverju ljúga ráðherrar ríkisstjórnarinnar ?

Lækn­aráð Land­spít­ala lýs­ir enn og aft­ur yfir von­brigðum með skiln­ings­leysi fjár­veit­ing­ar­valds­ins á starf­semi Land­spít­al­ans. Stjórn lækn­aráðs tel­ur að hlut­ur Land­spít­al­ans í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir 2016 dugi ekki til að halda í horf­inu miðað við verðlags- og launaþróun og van­rækslu und­an­far­inna ára. Full­yrðing­ar um auk­in fram­lög stand­ast ekki skoðun þegar búið er að taka til­lit til vísi­tölu­breyt­inga og ekk­ert til­lit er tekið til vax­andi eft­ir­spurn­ar eft­ir þjón­ustu.“

Bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja ósatt.

Kannski ekkert nýtt þegar kemur að ráðherrum þessarar ríkisstjórnar.

Sannleikurinn er þeim einskis virði og læknaráð bendir á í ályktun hversu ósvífin þessi málflutningur ráðherranna er.

Hreinlega kolsvört lygi samkvæmt lykilmönnum hjá Landspítala.

Alveg stórmerkilegt hvað t.d. forsætisráðherra fær að fabúlera í viðtölum, blaðamenn hafa ekkert til brunns að bera til að taka á lyginni.

Ráðherrann fær að bulla að vild án nokkurra viðbragða fjölmiðlamanna.

Þeir kokgleypa fullyrðingarnar og sýna ekkert aðhald.

Annað hvort illa undirbúnir eða þora ekki.

Spurning hvort er.

 


mbl.is Alþingi endurskoði fjárlagafrumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju ljúga ráðherrar ríkistjórnarinnar?,þetta er nú ekkert nýtt, t.d. lugu ráðherrar í síðustu ríkistjórn því að þjóðinni, að það yrði reist skjaldborg um heimili landsmanna eftir Hrun, en í staðin var reist skjaldborg um erlenda vogunarsjóði, og þúsundir landsmanna hafa flúið land, og 4-5 þúsund hafa misst íbúðir sínar.                    Og nú rís upplýsinga og menningarfulltrúi Akureyrar upp og tjáir þær skoðanir sýnar að þó Akureyringar taki við tugum flóttamanna, hafi það engin áhrif á þá sem bíða eftir félagslegri íbúð hjá Akureyrarbæ, þvílíkt endemis Bull. Og nú fer bæjarstjórn Akureyrar mikinn að vera fyrstir til að taka við tugum flóttamanna, á sama tíma sem það er meira en 3 ára bið eftir félagslegri íbúð á Akureyri, en bástaddir Akureyringar hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að fá félagslega íbúð hjá Akureyrarbæ, innan hóflegs tímaramma, og sveitastjórnarlög styja sömuleiðis við þessa skoðun.            Og ætla að eyða tugum-hundruðum miljóna af útsvartekjum Akureyrar næstu árin í þetta verkefni, kallar á að bæjaryfirvöld afli sér umboðs í kostningum meðal Akureyringa, hvort þetta verða 0-5-10-15-50 flóttamenn.                                                     Gera verður þær kröfur til bæjaryfirvalda að þau velji flóttamenn eftir þeim skilyrðum sem Stjórnarskráin gerir til trúfrelsis, svo sem 65.gr "konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna" þetta eru tveir gjörólíkir menningarheimar, sem eiga enga samleið, og hafa aldrei gert, og munu aldrei gera, því þurfa Akureyringar að fá að kjósa um þetta. 

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 818738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband