Breytingar

Ef niðurstaða kosninga verður í þessum anda er ljóst að breytingar verða í stjórnmálaumhverfinu.Framsóknarflokkurinn sem hefur verið í ríkisstjórnum í áratugi er að mælast sem hálfdrættingur á við gamaldags sócalistaflokk með grænu ívafi. Bakgrunnur Framsóknar hefur að vísu látið undan síga á Íslandi síðustu áratugi og stoðir þær sem flokkurinn byggði á eru að miklu leiti horfnar.

Kaupfélögin og Sís voru bakgrunnur flokksins í þéttbýlinu og bændur voru sú stoð sem flokkurinn átti í dreifbýlinu. Eftir að þetta breyttist hefur Framsókn fyrst og fremst byggt tilveru sína að óskilgreindum og óljósum grunni. Hann hefur fyrst og fremst verið fyrirgreiðsluflokkur og valdaflokkur. Hann hefur átt ótakmarkaða aðkomu að gríðarlegu fjármagni hvaðan sem það nú kemur og það í bland við völd af því að vera ríkisstjórnarflokkur hefur tryggt honum stöðu og tilveru.

Nú þegar vald flokksins og aðstaða er að bila munu fjármagnseigendur þeir sem hafa haldið flokknum gangandi og tryggt honum fjármagn til að standa í áróðri og slíku snúa við honum baki. Valdalaus flokkur án bakgrunns og hugsjóna lifir ekki lengi.

Framsóknarflokkurinn er í sjálfu sér tímaskekkja og hann hefur hægt og bítandi verið að dragast saman. Minnsta fylgi sem hann hefur fengið er milli 16 og 17% árið 1978. Hann fékk ekki mikið meira síðast og nú gæti hann horft í minnsta fylgi sitt frá upphafi. Helsta hlutverk hans síðustu 12 ár hefur verið að halda Sjálfstæðisflokknum við völd og sennilega er það að verða hans banabiti meðan samstarfsflokkurinn fitnar sem púkinn á fjósbitanum.


mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar bókstafinn B ber á góma er ástæða að sýna varkárni: Berluskóní, Bush og x-B á Íslandi. Af hverju skyldi því sæta?

Þegar grannt er skoðað þá er flest hneykslismál og undirferli í samfélaginu bundið við Framsóknarflokkinn. Hver gleymir spillingunni hjá Sís og Samvinnutryggingum og fleirum fyrirtækjum sem tengist þessum stjórrnmálaflokki? Einu sinni var hringt í vinsælan kaupfélagsstjóra í litlu kauptúni úti á landi. Í símanum var starfsmaður Samvinnutrygginga sem vildi tilkynna kaupfélagsstjóranum að hann ætti von á ávísun sem sérstaka greiðslu fyrir samskiptin. Kaupfélagsstjóri þessi sem var vandur að virðingu sinni vildi fá nánari útskýringar. Jú, þetta væri vegna tjhóns á kaupfélagsbílnum. En hann hefur ekki lent í neinu tjóni að mér sé kunnugt. En maðurinn fyrir sunnan vildi koma þessum þrjóska landsbyggðarmanni fyrir sjónir að ef hann skildi ekki að verið væri að jafna gróðanum af tryggungunum út til kaupfélaganna því reka þyrfti félagið á núlli helst tapi til þess að fá bettra tilefni að fá hækkun!!! Kaupfélagsstjórinn gaf sig ekki og var kvaddur suður á teppið hjá stóra Sís. Þetta var tilefni að leiðir skildu og ekki leið á löngu að þessi stóri Sís varð að gjalti og heyrði brátt öskuhaugum sögunnar til.

En það var ýmsu komið á þurrt áður en Sísveldið hrundi alveg. Eitt af því var skipadeildin sem fékk nýtt nafn og siglir enn undir nafninu Samskip. Þegar forstjóri þess hélt upp á afmæli sitt í fyrra var haldin óvenjuleg veisla honum til heiðurs. Skemmtikraftur heimsfrægur var fenginn til að hafa ofan fyrir fólki fyrir einar 100 milljónir, hæl ævilaun flestra! Kannski var sérstökm ástæða til að fagna: Kaupþingsbankinn hafði keypt út flesta litlu hluthafana í útgerðarfyrirtækinu HBGranda og átti á síðasta aðalfundi um þriðjung í fyrirtækinu. HBGrandi á stærsta hlutann í fiskveiðikvótanum, milli 11-12% eins og kunnugt er. Þennan þriðjungshlut seldi Kaupþing banki Samskipum núna í vor að því að virðist vera á sama verði og bankinn keypti! 

Áskilur Framsóknarflokkurinn sér greiðslur frá iðnfyrirtækjum þegar gerður er leynilegur samningur um orkuver og starfsleyfi? Af hverju er þessum sömu fyrirtækjum gefinn mengunarkvóti?

Er þetta tilviljun? Hvað er að gerast í íslensku fjármálalífi? Hvaða áhirf hefur þetta á framtíðina: Ekkert stopp! - segir x-B! Spillinguna áfram takk fyrir!!

Velferð flokksins framyfir réttlátt og heiðarlegt þjóðfélag?

Samfylkingin og VG vilja réttlátara þjóðfélag þar sem fólkið í landinu á að vera í fyrirrúmi en ekki mengandi stóriðja. Er það ekki það sem við viljum berjast fyrir?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.5.2007 kl. 08:35

2 identicon

Nú kemur samfylkingin  sjálstæðisflokknum til valda

og hvað

leeds (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband