Á leið til andskotans - einu sinni enn ?

Viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, hafa allir hækkað breytilega vexti af óverðtryggðum lánum um hálft prósent. Þær skýringar fengust frá bönkunum að vaxtahækkunin væri vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans um 0,5 prósent í ágúst.

___________________

Seðlabankinn hækkar stýrivexti.

Bankar hækka almenna vexti á óverðtryggð lán.

Verðhækkanir í verslun og þjónustu.

Vaxandi verðbólga.

Það er fáránlegt af stjórvöldum og ríkisstjórnarflokkunum að halda því fram að það ríki stöðugleiki á Íslandi.

Hér er ónýt króna og óstöðugt efnahagsástand auk spilltra stjórnvalda.

Nýgerðir kjarasamningar og dómur Kjaradóms eru síðan fóður á gamla bálið, og þá hefst víxlverkun, sem er gamalkunn á Íslandi.

Afrakstur kjarasamninganna er langt kominn með að hverfa og niðurstaðan er verðbólga og dvínandi kaupmáttur.

Við erum enn föst í viðjum vandamálanna eins og undanfarna áratugi.

Niðurstaðan, okurvextir, vísitöluhækkanir, verðbólga og dvínandi kaupmáttur.

Síðan sjá stjórnarflokkarnir um að ákveðnir hópar sleppi betur en sauðsvartur almúginn.

Það hefur ekkert breyst á Íslandi og ekki undarlegt að kjósendur kalli eftir breytingum sem halda.

Ísland er spillt þróunarríki í fjötrum valdastéttanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 818236

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband