Auðvitað á að einkavæða og selja.

Mér hefur aldrei dottið annað í hug að til stæði að einkavæða og selja Landsvirkjun. Það þarf ekki annað en skoða ferli og það sem er að gerast þar undanfarin misseri. Framkvæmd þjóðlendulagana þar sem rikið undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er að sölsa undir sig stóra hluta landareigna bænda til þess eins að auka verðmæti fyrirtækisins. Skipti á stjórnarformanni er hluti af þessu hráskinnaleik flokksins og ég trúi alveg þeirri fullyrðingu að Kjartan Gunnarsson og Finnur Ingólfsson komi að þessum áformum. Þeir hafa verið helstu hugmyndafræðingar þess að beina eigum þjóðarinnar í vasa einkavinanna. Þar eru vönustu þjónar spillingar þessarar þjóðar.

Það er sprenghlægilegt að heyra Jón Sigurðsson neita þessu og lýsa yfir að Framsóknarflokkurinn þetta og hitt. Flokkurinn sem sagðist aldrei selja grunnnet símans gerði það auðvitað. Framsóknarflokkurinn er algjör undirlægja Sjálfstæðisflokksins og það mun ekki breytast.

Ef þessir flokkar geta myndað ríkisstjórn eftir kosningar heldur þjófnaðurinn og spillingin áfram og vildarvinir stjórnarleiðtoganna mun fitna sem púkinn á fjósbitanum sem aldrei fyrr.....

Í guðana bænum losum okkur við þessa ríkisstjórn...ég trúi ekki að við viljum hafa þetta svona.


mbl.is Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sorglegt. Ekki bara í Ameríku sem "fólk er vitlaust" ekki satt. Næst verða fjöllin einkavædd, drykkjarvatnið og brýrnar á hringveginum með tilheyrandi tollhliðum þar sem setja má í aur til að viðhalda brúnni og greiða eiganda veggjald.

Nýjasta nýtt, árið 2017! Sjálfvirkur veggjaldsmælir sem setja má í framrúðuna!

Fólk mun kjósa það sama "því vinstri mönnum er ekki treystandi fyrir ríkisfjármunum." Þá er enginn eftir sem treysta má.

Þetta endar í að erlendir stóreignarmenn eigi stórann hluta landsins. Þá er betra að búa hér í New York.

Bestu kveðjur frá fyrirheitna landinu.

Ólafur Þórðarson, 1.5.2007 kl. 19:38

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég hef sagt það oft í þessari kosningabaráttu og segi það enn, það er skelfileg tilhugsun að keyra fram þjóðlendumál undir því yfirskini að færa hálendi til eignar landsmönnum öllum, færa þá síðan undir Landsvirkjun og selja allt heila klabbið.

Lára Stefánsdóttir, 2.5.2007 kl. 10:34

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning er hvort nokkurn tíma komi til einkavæðingar Landsvirkjunar. Hef verið að skoða þetta fyrirtæki Impregilo t.d. gegnum Financial Times og það kæmi mér ekki á óvart að þegar lokareikningurinn vegna bjartsýnisvirkjunarinnar eystra verði lagður fram eftir kosningar að sjálfsögðu, komi fram margföld tilboðsfjárhæðin. Svona gerðist í Kaupmannahöfn um árið vegna Metro og það á eftir að gerast aftur. Því er ekki ósennilegt að Ítalirnir komi með himinháan lokareikning að þeir krefist að taka Landsvirkjun upp í skuld. Hvað gerum við þá? Alla vega verður einkavæðingin dálítið öðruvísi og vandræðalegri. Ef fram fer sem horfir verðum við álíka settir og Indíjánar í Ameríku, kannski við eigum að fara að undirbúa okkur undir það ef þessi ríkisstjórn fárra góðra siða verði valin af þjóð í vanda.

Mosi alias

Guðjón Sigþór Jensson, 2.5.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 818655

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband