Sjálfstæðisflokkurinn og forsetinn.

Enn á ný opinberast hatur Sjálfstæðisflokksins og margra sjálfstæðismanna á forsetanum. Reykjavíkurbréf Moggans ræðst að honum og reynir að gera hann grunsamlegan fyrirfram og ætla honum að misbeita valdi sínu. Ásta Möller sjálfstæðisframbjóðandi tekur undir þetta á heimasíðu sinni og segir eftirfarandi.

"Hitt atriðið í Reykjavíkurbréfinu varðar hugsanlega virka íhlutun forseta Íslands í stjórnarmyndun, sem er áhyggjuefni og ógnun við lýðræðið í landinu.  Það er mikilvægt að allt frumkvæði í stjórnarmyndun verði á höndum forystumanna flokkanna, án afskipta og íhlutunar forsetans."

Þetta er náttúrulega ekki í lagi og vænisýkin er algjör. Það væri gaman að heyra hvernig Ásta sér lýðræðinu betur borgið í höndum forystumanna flokkanna (lesist...Sjálfstæðisflokksins ) Forseti Íslands er kosinn af þjóðinni beint og því lýðræðislegast hluti stjórnkerfis okkar. Tilraunir Sjálfstæðisflokksins til að fótumtroða þá staðreynd er öllum ljós og þekktar eru ótal tilraunir flokksins með frambjóðendur þeim þóknanlegum sem reynt hafa að ná kjöri. Sem betur fer hefur það ekki tekist og að mínu mati væri það alvarlegast ógnin við lýðræðið hér á landi ef flokksframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins næðu þar fótfestu. Þá hyrfi endanlega sú viðspyrna sem þjóðin hefur gegn alræðisvaldi FLOKKSINS.

Sjálfstæðismenn mæta til leiks í þessum kosningum með þau áform að skerða vald forsetaembættisins. Þeir vilja afnema málskotsréttinn sem er einn af hornsteinum stjórnarskrárinnar. Þetta er eitt að því sem fjölmiðlar landsins koma ekki auga á í aðdraganda kosninga, þeim finnst áhugaverðara hvernig flokkarnir mælast hjá Capacent á Trékyllisvík.

Nú hvað sem öðru líður...Ásta þorði ekki að mæta í viðtal á Stöð 2 vegna þessara skrifa...hefur sennilega verið bannað það af flokknum. Það væri nú skandall að fjölmiðlar tækju kannski eftir þessari tilraun flokkins til að skerða lýðræðið í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Már Barðason

Þjóðin kaus Ólaf Ragnar á sínum tíma ekki síst út á Guðrúnu Katrínu og vegna andstöðu við að sjálfstæðismenn hreiðruðu um sig á báðum stöðum, í Stjórnarráðinu og á Bessastöðum. Og þjóðin hefur svo leyft honum að vera áfram vegna þess að ekki hafa verið í boði skárri kostir. Ég er ekki hlynntur því að málskotsrétturinn verði afnuminn, en ég held að á þessum síðustu og verstu tímum, þegar þjóðin virðist vera að yfirgefa miðjuna og skipta sér í harða hægrimenn og stæka vinstrimenn, held ég að það sé að verða nauðsynlegt fyrir okkur að fá forseta sem við getum verið þokkalega sátt við. Ólafur Ragnar er ekki sá maður. Mér finnst alvarlegt mál þegar drjúgur hluti þjóðarinnar þolir ekki forseta sinn, sem á þó að vera sameiningartákn og hefur haft ellefu ár til að vinna þjóðina á sitt band. 

Helgi Már Barðason, 1.5.2007 kl. 12:50

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst athugasemdin að ofan vera höfundi til minnkunar.

Forsetaembættið á alltaf að njóta virðingar og ekki á að skipta máli hver skipar það svo framarlega sem hann gegnir því án þess að faglega sé unnt að gagnrýna hann og það málefnalega. Því miður hefur gagnrýnin einkennst af ómerkilegu skítkasti.

Gagnrýni er mjög mikilvæg enda sé hún sett fram á faglegan og studd góðum og gildum rökum. Þannig gagnrýni er öllum hvatning að gera betur en gagnrýni sett fram með gaspri og gífuryrðum er einskis virði  og þeim til vansa sem þannig breyta.

Vinsamlegast

Mosis - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 3.5.2007 kl. 12:07

3 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ekkert bendir til annars en að þjóðin sé þokkalega sátt við núverandi forseta.  Samt hefur í raun reynt meira á hann en aðra sem setið hafa í þessu embætti, allavega um mína daga.  Hann missti fyrri eiginkonu sína eftir að hann náði kjöri.  Hann hefur þurft að þola ýmiskonar lítilsvirðingu af hálfu framkvæmdavaldsins (valds sem hann á reyndar að teljast æðsti maður fyrir) og síðast en ekki síst þurfti hann fyrstur íslenskra forseta að nota málsskotsrétt 26. greinar stjórnarskrárinnar.   En þjóðin er sátt. 

Ég hef bent á að þegar þjóðin kýs sér forseta þá kýs hún tiltekinn einstakling til að sinna tilteknum afmörkuðum skyldum.  Það er því nokkuð ljóst að þjóðin vill þann sem hún kaus.  Forsætisráðherra, eða ráðherrar yfirleitt, eru ekki kosnir.  Þeir eru valdir af þingflokkunum sem eru í raun meira og minna undir stjórn miðstjórna flokkanna.  Þingmenn eru jú kjörnir en þeir eru kjörnir af framboðslistum flokka en ekki í eigin nafni.  Þannig má vera að vinsældir efsta manns á tilteknum lista skili tveim næstu mönnum inn á þing án þess að kjósendur hafi í raun viljað þá í þingsæti.

Þeir sem agnúast út í vald forseta eru jafnframt að agnúast út í stjórnskipan Íslands og lýðræðið.    Og hvort sem manni líkar það betur eða verr, hefur þjóðin margsinnis lýst yfir trausti á Ólaf Ragnar Grímsson og það hefur ekkert með Guðrúnu Katrínu heitna að gera.  Það er broslegt að halda slíku fram.  Og óeining um forsetann hlýtur að vera óvildarmönnum hans að kenna en ekki Ólafi Ragnari því að það eru þeir sem eru ábyrgir fyrir tilfinningum sínum en ekki forsetinn.  Annars hefur maður yfirleitt tilhneigingu til að vantreysta mönnum sem láta stjórnast af tilfinningum og kasta skynseminni fyrir róða líkt og mér virðist "forsetaandstaðan" gera.

Hreiðar Eiríksson, 3.5.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband