25.8.2015 | 12:34
Grunnhyggnisleg greining þingmanns ?
_______________________
Hversu skynsamleg er greining þingmanns Heimsksýnar þegar hann tekur að verðtryggingin sé vandi íslensks efnahagslífs.
Auðvitað er verðtryggingin vandi sem slík.
En þingmaðurinn ætti kannski að velta fyrir sér af hverju þessi ófögnuður er eitt af stóru málunum í efnahagslífinu og enginn stjórnmálaflokkur eða stjórnmálamaður hefur talað fyrir því í alvöru að afnema hana.
Vandinn er afar veikt efnhagslíf, brotgjarnt og ónýtur gjaldmiðill sem hvergi er viðurkenndur.
Verðtryggingin er afleiðing en ekki orsök.
Þetta ætti lykilmaður í Heimksýn að vita enda berjast þeir fyrir því að halda Íslandi einangruðu og heimsvísu hvað varða efnahagsumhverfi og tryggja þar með að verðtryggin verður sennilega aldrei afnumin í óbreyttu kerfi.
Greining hans á vandamálinu vekur spurningar um sýn hans á íslenskan veruleika.
Vandinn er verðtryggingin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nákvæmlega kjarni málsins hjá þér Jón Ingi en ekki láta þér detta það í hug eina mínútu að þetta Heimskusýnar lið skilji þetta.
Ef ég ætti 100 miljónir íslenskra króna hér á landi og ég myndi vilja ávaxta það með sem bestum hætti, þá væri um 3 leiðir að ræða fyrir mig: 1. kaupa strax erlendan gjaldeyrir til að koma í veg fyrir rýrnun á fjármununum vegna óstöðugs gengis krónunnar, 2. fjárfesta í steinsteypu eins og gert var í gamla daga fyrir gengistryggingu,3. að bjóða uppá vertryggð lán með tiltölulega háa vexti, og það er einmitt kjarni málsins, fjármagnseigendur eru ekki tilbúnir að lána krónur nema að þær séu verðtryggðar og með háum vöxtum einfaldlega vegna þess að fjármagnseigendur hafa enga trú á krónunni nema að hún sé bæði með belti og axlarbönd.
Ef verðtrygging verður afnumin, þá munu við sjá sama ástand og var hér fyrir verðtryggingu í kringum 1980, þ.e.s að nánast vonlaust verður að fá lán hvorki fyrir einstaklinga eða fyrirtæki og allur sparnaður í landinu mun hverfa.
Það er nefnilega alveg rétt hjá þér Jón Ingi, að verðtryggingin er afleiðing þess að fámenn þjóð er að berjast í einhverju þjóðernis rugli að hafa sín eigin gjaldmiðil og fórnarkostnaðurinn er ægilegur.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 15:07
Og ofan í kaupið er Ásmundur hér að hengja bakara fyrir smið þegar hann kennir verðtryggingunni um það að vaxtahækkanir dreifist yfir lánstíman. Ef nafnvextir afborgunarlána hækka þá kemur sú hækkun strax fram að fullu í aukinni greiðslubyrði og á það jafnt við um verðtryggð og óverðtryggð lán. En ef um er að ræða jafngreiðslulán þá dreifist sú byrði að hluta yfir lánstíman með þeim hætti að afborgunrhluti þeirra lækkar að hluta á móti vaxtahækkuninni. Þetta á líka jafnt við um verðtryggð og óverðtryggð lán.
Þarna er Ásmundur að lepja upp bull sem Sigmundur Davíð hefur oft haldið fram í fjölmiðlum og af einhverjum ástæðum hefur engin leiðrétt það bull úr honum.
Sigurður M Grétarsson, 26.8.2015 kl. 08:30
En vitiði hvað..??, ég held samt að þetta sé að sýast hægt og rólega inn í höfuð einangrunarsinna.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 26.8.2015 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.