Snýst kosingabaráttan um aukaatriði ?

Mér hefur fundist þessi kosningabarátta leiðinleg. Ég er áhugamaður um stjórnmál og það er orðið eitthvað að þegar ég er farinn að sleppa því að horfa á pólitíska þætti í sjónvarpi. Það sem mér finnst vera að og leiðist heldur er hversu gjarnir þáttastjórnendur eru að eyða löngum tíma af stuttum þáttum í að láta frambjóðendur velta sér upp úr því hvernig þetta og hitt er í skoðanakönnunum og hvað þeim finnst um andstæðingana. Minna fer fyrir að þeir reyni að lokka fram dýpri umræðu um einstök mál. Frekar reyna þeir að skauta yfir allt sviðið og fyrir bragðið verður umræðan grunn og takmörkuð. Allténd er kjósendum ekki auðveldaður ákvarðanatakan með þessum þáttum því erfitt er að nema eða skynja það sem skiptir máli.

Eitt að því sem hefur ekki fengið nokkra athygli eða umræðu er ástandið á heilbrigðisstofnunum landsins þar sem starfssemin er meira og minna lömuð vegna skorts á vinnuafli og rekstrarfé. Ég man bara ekki að á það hafi verið minnst einu orði. Gæti verið að ég hafi misst af því vegna þess að mér er að förlast athyglin af einskærum leiðindum. Það er alvarlegur skortur á vitrænum og upplýstum umræðum um stjórnmál í fjölmiðlum þessa lands. Hvort það er vegna slappra fréttamanna með lélegt mat á aðstæðum, eða hvort þetta stafar af því að fjölmiðlar eru að reyna að búa til skemmtiatriði úr þessum þáttum. Ég bara veit það ekki en mér leiðist.

Sennilega snýst kosningabaráttan um aukaatriði. Hún snýst um hvernig stendur í skoðanakönnunum eða hver er sniðugastur að auglýsa. Þetta finnst mér frekar grunnt og kjósendur eru alls ekki að fá þá virðingu fjölmiðla sem þeir eiga svo sannarlega að fá.


mbl.is Engar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum - sárvantar fólk til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Tek undir þetta ég er engu nær eftir svona þætti það er eitthvað andleysi hjá þessu fréttafólki. Það veltir sér upp úr aukaatriðunum en gleymir  því um hvað kosningar snúast og hvað það er sem brennur á fólki. Það eru ekki skoðanakannanir eða auglýsingar sem fólk hefur áhyggjur af það er klárt

Grétar Pétur Geirsson, 1.5.2007 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband