Vinstri róttæklingar og nútíminn.

Þegar ég var ungur þótti svolítið fínt að vera vinstri róttæklingur. Menn stóðu fyrir utan Ríkið og seldu blöð og kölluðu á torgum. Sumir fóru Keflavíkurgöngur og Ísland og úr Nató og herinn burt var skemmtileg samfélagssamkoma. Ég var að vísu aldrei á þessari línu og sigldi nær miðjunni og hafði bara gaman af þessum róttæklingum sem reyndar margir voru vinir mínir og félagar.

Nú er öldin önnur og flestir þessara félaga minna eru hættir að þykjast róttækir og lifa sínu lífi í vellystingum pragtuglega. Margir þeirra hafa það fyrir sið í dag að kjósa borgaralega flokka og huga helst að sínum persónulega framgangi og fjölskyldna sinna sem auðvitað er eðlilegt.

En það er með suma vinstri róttæklingana sem ekki fóru strikið til hægri en héldu áfram að kalla slagorðin á torgum og tóku til við að nota málstaðinn sér til framdráttar. Það er líka skiljanlegt því hver er sjálfum sér næstur, líka þó maður sé yfirlýstur vinstri róttæklingur. Sumir þessara róttæklinga fóru meira að segja í pólitík og stofnuðu flokka, auðvitað sér og málstaðnum til framdráttar. En það er ekki alveg í tísku að vera vinstri róttæklingur þannig að það varð að setja smá álegg á sneiðina svo hún bragðaðist betur og það var vænlegt að spyrja á hana lítilsháttar af grænu sméri í anda landbúnaðarhéraðanna í norðri.

Auðvitað varð að vera svolítið grænt með því þegar maður heldur áfram að búa hjá mömmu langt norður við Ballarhaf þá verður eðlilega að hafa eitthvað með til að minna á dreifbýlið. Stundum taka róttæklingar sig til og ganga á vit feðranna til að minna á græna smérið sem auðvitað verður lítið áberandi í útblæstrinum frá stóra jéppanum sem maður á til að komast ferða sinna þegar fjölmiðlar eru ekki að horfa...hugsjónir eru bara til að tala um þær á tyllidögum og fráleitt að láta sér detta í hug að lifa eftir þeim.

Þegar maður er fyrrverandi vinstri róttæklingur á maður gjarnan stórt einbýlishús á góðum stað en það á maður líka þó maður sé "núverandi" vinstri róttæklingur því það er svona meira spari í dag en var í gamla daga.

Það var inn hjá róttæklingum fortíðarinnar að vera svolítið blankur og ganga um í grænni Hekluúlpu. Í dag er alls ekki inn að vera blankur og eiginlega eru vinstri róttæklingar jafn hugmyndasnjallir þegar þeir vilja drýgja tekjurnar. Td er afar gott að eiga lögheimili í fermingarrúmminu sínu og hafa góða eina og hálfa millu upp úr krafsinu á kostnað samfélagsins á ári.. Það væru kannski eins og 50 millur framreiknaðar á tuttugu árum eða svo. Vinstri róttæklingum í dag finnast blankheit ekkert sérstaklega skemmtileg og allt leyfilegt til að bjarga því.

Svona samandregið...mér fundust vinstri róttæklinganir í gamla daga skemmtilegri og heiðarlegri heldur en þeir sem þykjast í dag, en lifa kapítalistalífi  með sjálfa sig sem viðmið og miðpunkt. Því miður eru þeir allt of margir og sumir í áhrifastöðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Miðið leitar dálítið til vinstri hjá þér í dag.  Ekki laust við að manni finnst skotin lenda óþægilega nálægt tilteknum, skeggjuðum vinstrimanni.

Hreiðar Eiríksson, 29.4.2007 kl. 12:09

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er svona almenn hugleiðing um róttæklinga...ef menn sjá eitthvað sambærilegt er það skemmtileg tilviljun

ég verð seint bendlaður við vinstri hugmyndafræði...sennilega hófsamur miðjujafnaðamaður.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.4.2007 kl. 12:16

3 identicon

Það skríkti svolítið í mér þegar ég las þetta ...!

alla (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 21:04

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Góð spurning Jón Kristófer. Það er td ekki róttækni að vera á móti bara til að vera á móti...sbr. fúll á móti. Það er td ekki róttækni að leggjast gegn varnarsamningi við Norðurlönd....það er ekki róttækni að reyna að stöðva stundarglas tímans í núinu.

Að vera róttækur er að leggja til breytingar og standa við það...burséð hverjar þær eru og hvort allir séu sammála.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.4.2007 kl. 22:24

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þessi frasi þinn "fúll á móti og alltaf á móti öllu..." hæfir framsóknarliðinu ágætlega en sorglegt að náungi úr Samfó þurfi að leggjast svona lágt hvað eftir annað. Ég get vel skilið að þú sért gramur Jón Ingi Cæsars yfir því að Samfó sé að verða "litli" flokkurinn en af hverju tekur þú þig ekki saman í andlitinu og reynir að sannfæra sjálfstæðisflokkskjósendur um að kjósa ykkur í staðinn fyrir að hamast á VG? Þetta er eitthvað svo þreytt og aulalegt hjá þér. Bestu bjartsýnis og róttæknilveðjur :)

Hlynur Hallsson, 29.4.2007 kl. 23:31

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Róttæknikveðjur réttara sagt :)

Hlynur Hallsson, 29.4.2007 kl. 23:32

7 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Það væri annars fróðlegt að vita hvernig staða efnahagsmála hefði verið nú ef a) Kárahnjúkavirkjun hefði verið byggð og álverið á Reyðarfirði en bankarnir hefðu ekki farið í niðurboð á húsnæðislánamarkaði, b) ef Kárahnjúkavirkjun og álverið hefðu ekki verið byggð og bankarnir hefðu farið í þessi niðurboð og c) ef virkjunin og álverin hefðu ekki verið byggð, bankarnir ekki seldir einkaaðilum og ekki farið í niðurboðin.  Það hljóta að vera einhver reiknilíkön til að komast nær mögulegum niðurstöðum.

Mér hefur reyndar alltaf þótt það sérkennileg náttúruverndarstefna að berjast gegn framleiðslu á vistvænni orku og að berjast gegn álframleiðslu sem dregur úr orkuþörf við t.d. notkun bifreiða.  Ég var í Líberíu árið 2005 og þar eiga vatnsaflsvirkjun sem eitt sinn sá fyrir allri orkuþörf þjóðarinnar.  Eftir borgarastyrjöld sem stóð í 14 ár er vatnsaflsvirkjunin ónothæf og engar rafleiðslur til að flytja rafmagn í heimili landsmanna.  Íbúar höfuðborgarinnar framleiða því rafmagn með díselrafstöðvum sem eru í görðunum.  Díselvélahljóð drynja því um alla borgina, mest á daginn en einnig á nóttunni, og útblásturinn fyllir loftið eiturgufum.  Ég kom meira að segja inn á eitt heimili að næturlagi.  Þar hafði verið framið vopnað rán sem þurfti að rannsaka.  Til að sjá okkur rannsóknarmönnunum fyrir ljósi var lítil bensínrafstöð sett í gang í eldhúsi hússins og allir sem í húsinu voru settir í lífshættu.

Ég tel að umhverfisverndarátök þurfi að snúa að því að koma upp almennri umhverfisvitund, minni sóun, flokkun á sorpi og minni notkun á bensíni og olíum á bílaflotann svo eitthvað sé nefnt.  Olíuhreinsunarstöðvar eru fráleit hugmynd að mínu mati en lítið mengandi álver, sem nýta "græna orku" úr fallvötnum og jarðhita, eru einmitt það sem við eigum að leggja áherslu á.  Auk þess þurfum við að leggja mikla áherslu á að aðstoða bræður okkar og systur í Afríku til að koma sínum málum í lag, virkja fallvötnin og nýta orkuna á umhverfislega siðrænan hátt, líkt og við gerum að mestu leiti hér heima. 

Kæri Hlynur Hallson.  Ég ber mikla virðingu fyrir þér sem persónu og stjórnmálamanni.  Ég er hins vegar ópólitískur samkvæmt algengustu skilgreiningum hérlendis þ.e. að ég fylgi engum stjórnmálaflokki.  Mér finnst hins vegar að stjórnmálabarátta VG hafi fullmikið snúist um að ráðast á aðra flokka, sérstaklega Framsóknarflokkinn.  Ekki svo að skilja að sá flokkur eigi að fá einhverskonar friðhelgi en ég er meira spenntur fyrir stjórnmálamönnum sem hafa eitthvað annað fram að færa en hnjóð út í aðra.  Það þarf ekki miklar mannvitsbrekkur til að benda á mistök annarra og ekki heldur til að búa eitthvað til sem lýtur út fyrir að vera mistök (ég þekki m.a. fólk sem kaus Framsókn síðast bara vegna ókurteisi frambjóðanda VG við frambjóðanda Framsóknar í sjónvarpsþætti).  Það þarf hins vegar bæði hugvit og kjark til að koma með raunhæfar beinharðar tillögur, staðfasta uppbyggingarstefnu og framfylgja henni.  Með þessu er ég ekki að segja að VG séu ekki sjálfum sér samkvæm í flestum málum.  Mér finnst bara vanta pínulítið upp á lausnirnar sem eiga að koma í stað álveranna og virkjananna.  Ögmundur, sá ágæti maður, sagði á Húsavík að þar ætti að halda áfram að byggja á þeim atvinnuvegum sem verið hefðu þar.  Gott og vel - sú stefna hefur skilað brottflutningi upp á 100 manns á ári frá Húsavík.  Það er því aðeins einfalt reikningsdæmi hve lengi Húsavík verður til með því laginu. ´

Á Vestfjörðum lýstu menn yfir "stóriðjulausum Vestfjörðum" og biðu stuðnings umhverfissinna til að blása þar lífi í atvinnulífið.  Sá stuðningur kom aldrei.  Nú tala menn í alvöru um olíuhreinsunarstöð þar.  Vissulega ekki álver en ég kysi nú álverið fremur. 

Ég er þreyttur á flokkapólitík.  Ég vil að fólk geti kosið einstaklinga en ekki flokka.  Nóg er til af hæfum einstaklingum og ég er því mótfallinn að stjórnmálaflokkar séu sú þungamiðja valda í landinu sem þeir eru nú.   Kjósandinn hefur ekkert að segja.  Honum eru skammtaðir listar, til að velja á milli, en síðan semja menn um hvernig þeir eigi að komast undan kosningaloforðunum og axla enga ábyrgð á gerðum sínum. 

Hreiðar Eiríksson, 30.4.2007 kl. 00:15

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hallur minn....ég tel mig frjálslyndan jafnaðarmann og því miður finnst mér málflutningur VG gamaldags og afturhaldssamur. Það hefur ekkert með litla eða stóra flokkinn að gera heldur það að ég hef aldei haft álit á Steingrími J sem stjórnmálamanni og ætla ekki að rekja það nánar nema eftir því sé leitað sérstaklega af þér  Hann var td fljótur að kasta þér út í hafsauga af því hann veit að þú gætir ógnað stöðu hans í kjördæminu og á Akureyri...þannig vinnur sá ágæt maðuri og ég einfaldlega treysti honum ekki. fúll á móti er ekki fundið upp af mér heldur er það heimalært hjá ST J sjálfum

Jón Ingi Cæsarsson, 30.4.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband