Að kjósa takstiskt.

Enn eru skoðanakannanir að mæla ríkisstjórnina röngu megin við fall. Enn eru 40% sem ekki taka afstöðu til flokka þannig að gríðarlega mikið er í pottinum enn af kjósendum sem ekki hafa gert upp hug sinn. Samkvæmt reynslu áranna er þetta gjarna fólk sem tekur afstöðu á síðustu stundu og margir jafnvel í kjörklefanum.

Ég man ekki hvort þetta er óvenju mikið svona nærri kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast við 40% markið sem er gjarnan 5% ofan við það sem hann sér síðan í kosningum. En betur má ef duga skal. Þeir kjósendum sem ekki hafa gert upp hug sinn eru væntanlega að hugleiða stöðuna. Litlu framboðin eru greinilega vonlaus kostur og að kjósa eitthvert þeirra er ávísun á betri framgang Sjálfstæðisflokksins. Íslandshreyfingin er langt frá því að fá þingmann og þó svo einn eða tveir næðu kjöri breytir það engu með ríkisstjórnarflokkana, þeir taka fylgi frá stjórnarandstöðunni. Frjálslyndir eru við að detta af þingi og það sem stóð í Fréttablaðinu um að allir þeir þrír sem þeir næðu inn væru uppbótarmenn stenst ekki. Til að fá slíkan þarf að ná kjördæmakjörnum.

Nú þarf því að huga að taktiskri kosningu þeirra sem vilja fella þessa ríkisstjórn. Það er þekkt aðferð í nágrannalöndum okkar að kjósendum sameinast í að kjósa þann flokk sem líklegast er að skili þeim árangri að fella sitjandi stjórnvöld.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er vond ríkisstjórn. Hún er stöðnuð, gamaldags og skortir framtíðarsýn. Það er hættulegt nú á tímum. Við verðum að koma inn ferskum vindum að stjórn þessa lands annars gæti illa farið. Þá spyr ég mig... eru VG ferskir vindar. Varla.."fúll á móti" er líklega það sem fyrst dettur upp í hugann. Að mínu mati er Samfylkingin eini raunhæfi valkostur kjósenda sem vilja fella þessa ríkisstjórn misskiptingar og óréttlætis. Því er lífsnauðsynlegt að kjósa taktiskt á kjördag svo við sitjum ekki uppi með þann dauðabræðing sem ríkisstjórn sú er sem nú situr.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 40% fylgi samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Nú er ég alveg sammála þér um lífsnauðsyn þess að fella ríkisstjórnina. En ég er ekki viss um að þú skiljir hvað átt er með þegar talað er um að kjósa taktískt. Að kjósa taktískt þýðir að þú kjósir ekki besta valkostinn heldur þann valkost sem líklegastur er til að hjálpa þér að ákveðnu markmiði sem þú telur mikilvægara. Er þú þá að segja að Samfylkingin sé ekki fyrsti valkostur þinn? Þar sem hættan er að atkvæði greidd F eða I falli dauð má færa rök fyrir því að kosning F sé "taktískast" í stöðunni, þ.e. ef eina markmiðið er að fella stjórnina. Það er allavega ljóst að atkvæði greitt V eða S verður aldrei "taktískt" þar sem engin hætta er á að þessir flokkar nái ekki kjöri.

Þar sem ég ráðlegg engum að kjósa flokk sem flaggar Jóni Magnússyni, þá held ég að það besta sem stjórnarandstæðingar geta gert sé að kjósa samkvæmt sannfæringu, þ.e. þann flokk sem þeim finnst komast næst skoðunum sínum. Ef menn vilja vinstristjórn með V og S sem kjarnanum þá er best að flokkarnir séu álíka stóri, ekki risastór S gegn miklu minni V. Ástæðan fyrir því er að slíkt myndi lágmarka hrepparíg milli vinstriflokkanna og líka lágmarka hættuna á því að annar hvor flokkurinn fari í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin fer varla í stjórn með D þar sem D er miklu stærri. Ef VG er jafnfætis S þá vill flokkurinn augljóslega vera stór flokkur í vinstristjórn frekar en mun minni flokkur í stjórn með D. Samkvæmt þessu ættu þeir sem vilja vinstristjórn og eru óákveðnir milli V og S að kjósa V.

Guðmundur Auðunsson, 29.4.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband