Eru bankastjórnendur að tapa sér - aftur ?

Lykilstjórnendur og stjórnarmenn Íslandsbanka hafa farið fram á kaupauka hafa farið fram á að fá kaupauka í tenglsum við gerð nauðasamnings þrotabús Glitnis og mögulega sölu Íslandsbanka. Hópurinn hefur gert tillögu að því að fá í sinn hlut allt að 1 prósent hlut í bankanum, sem gæti numið um 1,8 milljarði króna sé miðað við bókfært eigið fé bankans í lok síðasta árs. Ekki er gert ráð fyrir því í tillögunni að almennir starfsmenn fá hlutdeild í kaupaukanum.

 

Það er nú varla að maður trúi þessari frétt, og þó.

Landsbankinn, banki allra landsmanna hyggur á milljarðabyggingu á dýrustu lóð landins, þeim finnst það skynsamlegt, flestum öðrum ekki.

Fréttin um stjórendur Íslandsbanka er alveg á pari við ástandið hjá bankamönnum fyrir hrun, krafa um milljarða í eigin vasa.

Sumir þeirra sem voru í þessum gírnum fyrir hrun eru nú á framfæri skattborgaranna um sinn.

Allir muna tillögur fjármálaráðherra um 25% bankabónusa sem féllu að vísu í grýttan jarðveg á þinginu.

En því miður virðist sem bankadraugurinn sísvangi, þessi sem étur milljarða í vasa stjórnenda virðist hafa vaknað á ný.

En stjórnarformaðurinn hafði ekkert heyrt um  þetta þannig að það er best að hafa fyrirvara á að trúa þessum ótíðindum.

Kannski er það bara þannig að það styttist í næsta hrun eins og sumir hafa verið að spá, ekki slá fréttir úr bankakerfinu á þær áhyggjur í það minnsta.

Við lærum aldrei af reynslunni, það einhvernvegin liggur djúpt í þjóðarsálinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 819349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband