Hvað er í gangi ?

Mér finnst að mál að linni. Hver hugmyndin á fætur annari um óraunhæf áform í stóriðjumálum líta dagsins ljós. Það er eins og allsherjar uppboð á Íslandi og náttúru þess sé í aðdraganda kosninga. Slatti af álverum, Helguvík, Keilisnes, Bakki og Þorlákshöfn. Risaolíuhreinsistöð á Vestfjörðum er nýjasta innleggið í þessa umræðu. Þær hugmyndir eru hreint fáránlegar og úr öllum takti við þann raunveruleika sem við eigum við að glíma í núinu. Staðsetning í þröngum firði langt fá orku og fjarri siglingaleiðum er eiginlega svo fráleið að maður á eiginlega ekki til orð. Það stórundarlegt að sjá og heyra menn sem eiga að teljast ábyrgir að opna svona mál. Hvaða hagsmunum er verið að þjóna ? Er verið að dreifa umræðunni í þágu stjórnarflokkanna ?

Kvóti Íslands í mengun er uppurinn með þeim hugmyndum um iðnað á áli. Hvar á að taka kvóta fyrir slíkum óskapnaði sem þessum ? Þetta minnir mig á loforðadreifingu þáverandi iðnaðarráðherra í aðdraganda kosninga 2003. Þá var allskonar iðnaður í umræðunni m.a. á Húsavík þar sem lofað var feitt á þeim tíma. Ekkert af því hefur gengið eftir. Getur það verið að þessari umræðu hafi verið "plantað" á þessum tímapunkti til að draga athygli frá klúðri stjórnarflokkana í þessum landshluta. Mér er nær að trúa því, svo fráleit er þessi umræða um olíuhreinsistöð þarna í ljósi augljósra staðreynda.


mbl.is Olíuhreinsistöð í Dýrafirði stangast á við stefnu Fjórðungsþings Vestfirðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 818139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband